Nóvember 03, 2018

SKIN MAKEOVER
Fjögurra vikna prógramm

SKIN MAKEOVER er fyrir þá sem vilja stinna og styrkja slappa húð eftir t.d. barnsburð eða eftir að hafa grennst mikið en þá verður laus húð oft eftir.
Skin makeover gerir húðina þétta og fallega án appelsínuhúðar ásamt því að unnið er á slitum, örum og lýtum í húð. 
Prógrammið er í 4 vikur og er sérstaklega samansett til að ná góðum árangri við að gera húðina stinna, þétta og fallega.

SKIN MAKEOVER inniheldur eftirfarandi meðferðir:

Tegund meðferðar

Fjöldi skipta í heild

Fjöldi skipta í viku

VelaShape

2x skipti

1x í viku 3 og viku 4

Lipomassage

8x skipti

2x í viku

LED

8x skipti

2x í viku

 

Fullt verð m.v. að það séu keypt kort í hverja meðferð kr.  183.100,-
En þú færð SKIN MAKEOVER á kr. 165.000,-

Möguleiki að greiða með kortum og netgíró ef keyptar eru meðferðir hér á netversluninni en einnig er möguleiki að kaupa meðferðir og pakka með  raðgreiðslum á kreditkort og er það þá gert hjá okkur á staðnum.

Nánar um meðferðirnar:

VelaShape II

VelaShape II er ein byggingarkenndasta líkamsmeðferðin sem völ er á í dag. Meðferðin sem hlotið hefur samþykki hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) hefur hlotið einróma lof meðferðaraðila og neitenda.

VelaShape II er talin af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) ein öruggasta, árangursríkasta og sársaukalausasta meðferðin í dag til að móta líkamann (staðbundin fita).

Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að 85% svörun er af meðhöndluðum svæðum með VelaShape II.

VelaShape II meðferðin samanstendur af Bi-Polar hljóðbylgjum (RF), Infrarauðum ljósgeisla, neikvæðum þrýstingi og rafmagnsnuddi sem dreifir markvisst hita niður í fitulag húðarinnar. Samsetning þessarar orku örvar niðurbrot á fitu, eykur hreinsun í sogæðakerfi líkamans auk þess sem fitufrumur minnka. Árangurinn verður ummálsminnkun á meðferðar svæði, minnkun á appelsínuhúð, húðin verður þéttari, sléttari og útlínu líkamans betur mótaðar.

Þú getur lesið nánar um VelaShape II hér

 

Lipomassage

Þeir sem hafa farið í meðferð með Lipomassage SilkLight vitna um verulegan árangur á betra blóðflæði, virkara sogæðakerfi, minni bólgur og stíflur í líkama, minnkandi appelsínuhúð og vökvasöfnun, minni vöðvabólgu, minna ummál á meðferðarsvæðum, stinnari og mýkri húð, bættum húðlit og betur mótuðum líkama.

Sérþjálfað starfsfólk vinnur með tæki sem heitir Lipomassage SilkLight. Handfang tækisins er fært með yfirborði húðarinnar á sérstakan hátt. Sog myndast í handfanginu sem hefur þau áhrif að blóðflæði eykst í húðinni sem og vökvaflæði í líkamanum. Meðferðin aðstoðar líkamann við að brjóta niður fitu og losna við úrgangsefni. Þetta dregur úr appelsínuhúð.

Þú getur lesið nánar um Lipomassage hér

LED

Laus húð og slit eru oft á tíðum erfið viðureignar eftir t.d. barnsburð eða þegar fólk hefur grennst mikið.

 
Þess vegna höfum við nú bætt við öflugri LED húðmeðferð við okkar meðferðir og meðferðarpakka sem er hugsuð fyrir þá sem vilja vinna á slappri húð, minnka slit, ör og þétta húðina.
 
LED meðferð hefur margasannað sig í rannsóknum að vinni vel á húðþéttingu, stinningu, slitum, örum og lýta í húð.
 
Meðferðin er 20 mínútur og er algjörega sársaukalaus og án allra inngripa. Þú liggur á meðan LED ljósin vinna á því að auka kollagen (þéttingu) og elastin (teygjanleika) húðarinnar svo um munar.

 Verslaðu SKIN MAKEOVER hér

 Also in MEÐFERÐIR OG PAKKAR

TOTAL BODY MAKEOVER
TOTAL BODY MAKEOVER

Nóvember 03, 2018

Total body makeover er ætlaður fólki sem vill vinna hratt og vel á öllum líkamanum.
Lesa meira
BODY MAKEOVER
BODY MAKEOVER

Nóvember 03, 2018

Body makeover er stutta útgáfan af Total body makeover og er ætlaður fólki sem vill vinna hratt og vel á öllum líkamanum
Lesa meira
BRÚÐAR MAKEOVER
BRÚÐAR MAKEOVER

Nóvember 03, 2018

Hér höfum við sett saman öflugt Brúðar Make-Over fyrir verðandi brúði sem langar í grenningu, mótun og styrkingu til að skarta sínu allra fegursta á stóra deginum. 
Lesa meira

SKRÁÐU ÞIG