KIM K PAKKINN

veldu hér

Fjögurra vikna pakki

KimK pakkinn okkar er í höfuðið á Kim Kardashian, drottningu mittisins og rassins.  Hér höfum við sameinað meðferðirnar okkar í pakka með áherslur á minnkun og grenningu á mittismáli ásamt stækkun, mótun og lyftingu á rassvöðvum og að sjálfsögðu er minnkun á appelsínuhúð og stinning húðar einnig með í Kim K pakkanum sem er með það að markmiði að ná fram þessu eftirsótta stundarglas vaxtarlagi (minna mitti og lögulegri rass) ásamt sléttri húð sem margir eru að sækjast eftir.

KimK pakkanum fylgir einnig waisttrainer sem mælt er til að notist meðfram meðferðarpakkanum til að hámarka árangur.
 
KimK pakkinn inniheldur eftirfarandi meðferðir:

VelaShape

8x skipti

2x í viku

Lipomassage

8x skipti

2x í viku

Totally Laser Lipo

8x skipti

2x í viku

Fit Form

18x skipti

3x í viku (einn og hálfur tími í senn)

Waisttrainer

1 stk

Fylgir með pakkanum


Fullt verð m.v. að það séu keypt kort í hverja meðferð kr.  314.600,-
En þú færð KIM K PAKKANN á kr. 269.000,-

Hvernig virkar Kim K pakkinn:
Við settum Kim K pakkann upp með það að markmiði að minnka og grenna mitti, stinna húð ásamt því að stækka og móta rassinn.

Þú mætir 2x í viku í Totally Laser Lipo þar sem áherslan verður á að grenna mittið. Totally Laser Lipo bræðir fituna úr fitufrumunum og nær með því móti að minnka ummál og grenna mittið. Mælt er eftir hvert skipti í Totally Laser Lipo og er mikilvægt að fara á æfingu eða brenna innan 12 tíma frá tímanum til að aðstoða sogæðakerfið að losa fituna út sem var verið að bræða.

Sömu daga og þú ferð í Totally Laser Lipo ferðu beint á eftir í einn og hálfan tíma af Fitform (45 mín).
Fitform er rafleiðnitæki sem stinnir og stækkar vöðva. Þar er blöðkunum raðað með áherslu á stækkun og lyftingu á rassi og minnkun á mitti.
Þú mætir að auki einn dag til viðbótar eingöngu í 45 mín fitform tíma í vikunni.

Tvisvar í viku mætirðu svo í VelaShape sem er í 20 mínútur tími þar sem áherslan er á að minnka mittismálið og lyfta rassinum ásamt því að styrkja og stinna húðina. VelaShape tæknin sameinar innfrá rautt ljós með rafbylgjum ásamt svokallaðri ryksugu sem leiðir til djúp hitunar á fitufrumum, vefjum og undirliggjandi kollagen trefjum. Þessi tegund af hitun og sogi eykur framleiðslu á nýju og betra kollageni ásamt elastíni sem leiðir til stinningu á húð, ummálsminkun og gerir líkamann yfir höfuðið stinnari, fallegri og mótaðri.

Beint á eftir Velashape ferðu í Lipomassage Silklight sem er 40 mínútna tími. Þú færð galla sem þú klæðist í meðferðinni á meðan unnið er á öllum líkamanum.

Lipomassage Silkligth sléttir húðina og býr til svokallað sokkabuxna áferð. Dregur úr misfellum, appelsínuhúð og lýtum í húð. Lipomassage virkjar sogæðakerfið og örvar blóðrásina þrefallt. Með því móti dregur meðferðin úr vökvasöfnun og bjúg ásamt því að losa líkamann við eiturefni.

ATH! Fyrstu tvö skiptin í Lipomassage Silkligth geta verið óþægileg þar sem meðferðin er mjög öflug í að vinna á stíflum og stinningu húðar. Hægt er að velja styrkleika og vinnur maður sig svo upp. Þarna skiptir máli að láta það ekki á sig fá heldur hafa það hugfast að meðferðin verður þægilegri með hverju skiptinu. Þetta er þó persónubundið og finnst sumum meðferðin eins og gott djúpt nudd.

Ásamt því að koma til okkar í fjórar vikur í meðferðarpakkann fylgir KIM K pakkanum waisttrainer sem Kim notar sjálf mikið til að grenna og móta mittið. Waisttrainerinn vinnur vel með meðferðunum okkar og hvetjum við þig til að nota hann að lágmarki í tvo tíma á dag á meðan á meðferðarpakkanum stendur til að hámarka árangur.

Þegar þú kemur í fyrsta tímann þinn þá ferðu í mælingu og ráðgjöf (þú bókar það á netinu sem fyrsta tímann þinn). Þar er allur líkaminn mældur ásamt því að teknar eru fyrir myndir (valfrjálst).
Eftir pakkann bókarðu svo í annan tíma í mælingu og ráðgjöf þar sem líkaminn er mældur og eftir myndir teknar (valfrjálst).

Hvaða árangri er hægt að búast við í KIM K pakkanum?
Árangur er persónubundin og fer einnig eftir því hvort þú farir eftir fyrirmælunum til að aðstoða líkamann við að losa sig við fitu sem verið er að bræða en viðskiptavinir okkar hafa verið gríðarlega ánægðir með árangur og vitna um góðan árangur meðferðanna. Hvort sem um ræðir minnkun á fitusöfnun, styrkingu og stinningu á húð og minnkun á appelsínuhúð. En ef þú mætir þá muntu sjá árangur á fitusöfnun, mótun og húð og ef þú ferð eftir fyrirmælum verður árangurinn mjög góður.

Möguleiki að greiða með öllum kortum og netgíró hér á netversluninni og hjá okkur á stofunni í Fákafeni 9 en einnig er möguleiki að kaupa meðferðir og pakka með raðgreiðslum á kreditkort og dreifa greiðslum kortalaust með pei ásamt netgíró og er það þá gert hjá okkur á staðnum.

ATH! Vegna mikillar eftirspurnar getur verið allt að fjögurra vikna bið í ákveðnar meðferðir og því hvetjum við ykkur til að bóka meðferðir og meðferðarpakkana með góðum fyrirvara.

SKRÁÐU ÞIG