Sign in
Sign up
A password reset email has been sent to the email address on file for your account, but may take several minutes to show up in your inbox. Please wait at least 10 minutes before attempting another reset.
Registering for this site allows you to access your order status and history. Just fill in the fields below, and we’ll get a new account set up for you in no time. We will only ask you for information necessary to make the purchase process faster and easier.
Create an Account LoginNÝTT! ÁBYRGÐ Á ÁRANGRI
Við erum stolt að kynna
NÝTT
ÁBYRGÐAR- OG ÁRANGURSKERFI!
Við viljum standa með þér þar til þú nærð árangri og verðlaunum jafnframt framúrskarandi árangur!
Nýtt hjá The House of Beauty
Ábyrgð á Árangri
Við trúum á gagnsæi, fagmennsku og mælanlegar niðurstöður, þess vegna bjóðum við nú upp á árangursábyrgð.
Ef þú nærð ekki árangri þá stöndum við 100% með þér!
Ábyrgðin gildir fyrir allar 12 vikna UltraBody Sculpt meðferðir og 10 vikna Reset and Transform prógrammið.
Ef þú nærð ekki lágmarks árangri þá færðu fjórar vikur til viðbótar í sama prógrammið frítt.
Lágmarksárangur fyrir 12 vikna prógramm er eftirfarandi:
6% minnkun á magasvæði
5% minnkun á lærum
3% minnkun á upphandlegg
Dæmi:
Ef mæling fyrir 12 vikna prógrammið sýnir 100cm yfir nafla, þarf mæling eftir að sýna a.m.k. 6% minnkun eða 94cm mælt á sama svæði.
Ef eftir mælingin sýnir hærri tölu gefum þér fjórar vikur í þetta sama meðferðarprógramm frítt.
Við förum að sjálfsögðu líka vandlega yfir með þér hvað gæti verið að valda og gerum áætlun um framhaldið með þér til að þú náir þeim árangri sem lagt var upp með.
Hinsvegar ef eftir mælingin sýnir 8% minnkun eða meira yfir magasvæðið færð þú árangursverðlaun!
Árangursverðlaun
Við elskum að sjá skjólstæðinga okkar blómstra og viljum því bjóða árangursverðlaun þeim sem ná góðum árangri.
Þú færð fría viðhaldstíma í verðlaun fyrir góðan árangur til þess að viðhalda árangrinum, mælt með á 8-10 vikna fresti.
Til þess að fá verðlaunin þarf að ná eftirfarandi ummálsminnkun:
Eftir 8 tíma UltraBody Sculpt – Árangursverðlaun:
Ef þú missir 8% yfir maga, 6% yfir læri, 3% yfir upphandleggi þá færðu í verðlaun = 2 fría viðhaldstíma af sömu meðferð.
Eftir 10 tíma UltraBody Sculpt – Árangursverðlaun:
Ef þú missir 10% yfir maga, 7% yfir læri, 4% yfir upphandleggi þá færðu í verðlaun = 3 fría viðhaldstíma af sömu meðferð.
Eftir 12 tíma UltraBody Sculpt – Árangursverðlaun:
Ef þú missir 12% yfir maga, 8% yfir læri, 5% yfir upphandleggi þá færðu í verðlaun = 4 fría viðhaldstíma af sömu meðferð.
Skilyrði fyrir ábyrgð:
Til þess að falla undir möguleika á að vera í ábyrgð og að árangur sé raunhæfur þarf viðskiptavinur að:
Vera heilsuhraustur:
Ekki með ómeðhöndlaðan bjúg, bólgur, sogæðavandamál, bólgusjúkdóma eða annað sem getur hindrað árangur
Taka amk eina stuðningsmeðferð vikulega samhliða UB Sculpt meðferðinni inní prógrammið:
Stuðningsmeðferðir eru MSculpta, Bust Vacuum Detox eða Silk Lipomassage.
Mæta í alla tímana eftir plani:
Skróp fellir ábyrgð úr gildi.
Fylgja ráðleggingum:
Vatnsdrykkja og aðrar ráðleggingar sem þú færð afhentar þegar þú byrjar hjá okkur.
Leyfa nákvæmar mælingar:
Fyrir og eftir á sama stað
Ein mæling sem sýnir mesta ummálsminnkun á hverju svæði gildir.
Samfellt prógramm:
Aðeins ein pása er leyfileg, í mesta lagi 2 vikur annars fellur ábyrgð úr gildi.
Hvers vegna?
Þú leggur metnað í að mæta og sinna þínum hluta og við leggjum metnað í að skila árangri.
Saman tryggjum við hámarks árangur.
Þetta er okkar loforð til þín.
Þetta er Ábyrgð á árangri hjá The House of Beauty.