UM THE HOUSE OF BEAUTY
Líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty veitir sérhæfða þjónustu á sviði meðferða fyrir líkamlega heilsu, mótun og líkamlegt útlit.
Við leggjum metnað okkar í að bjóða uppá þróaða tækni og meðferðir fyrir líkamann án allra inngripa.
The House of Beauty er útbúin tækni og tækjum til að hjálpa fólki að öðlast og viðhalda heilsu ásamt því að bjóða uppá fjölbreyttar og heildstæðar lausnir fyrir almenna líkamsmótun, húðþéttingu, uppbyggingu vöðva og staðbundna fitusöfnun, án nála, skurðaðgerða og inngripa.
Hjá The House of Beauty starfa í dag um 12 meðferðaraðilar sem eru sérfræðingar á sviði meðferða fyrir líkamlega heilsu og vellíðan.
Það heimsækja okkur hátt í 250 manns í hverjum mánuði sem eru að vinna á bættri heilsu og auknu sjálfstrausti og framkvæmum við að meðaltali um 8000 líkamsmeðferðir á ári.
Stofan sem er staðsett í Fákafeni 9 uppá annari hæð hefur verið starfandi í rúman hálfan áratug og er eftirsóttur viðkomustaður þeirra sem vilja bæta sjálfstraust, líkamlegt form og heilsu.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er konan á bak við The House of Beauty og stofnaði hún líkamsmeðferðarstofuna í maí 2018.
“Við erum leiðandi í heilsueflandi og mótandi líkamsmeðferðum og erum stöðugt að bæta við okkur nýrri tækni og þekkingu með hraðri þróun í þessum heimi. Við hjálpum fólki við að bæta heilsuna og auka sjálfstraustið alla daga og það er það mikilvægasta sem við gerum. Jákvæðar árangurssögur hjá okkur í dag skipta hundruðum.“
- Sigrún Lilja framkvæmdastjóri The House of Beauty
SAGAN OKKAR
The House of Beauty má segja að hafi verið lítil stofa þegar hún opnaði dyr sínar í fyrsta sinn þann 1. maí 2018. Með aukinni eftirspurn og eftir því sem jákvæðum reynslusögum fór fjölgandi fór biðlistinn stöðugt að lengjast. Þá sáum við að það var eina vitið að stækka stofuna til að anna betur eftirspurn.
Þegar húsnæðið við hliðina á okkur losnaði svo óvænt bættum við því snarlega við okkur í lok árs 2019. Við nýttum tímann vel í fyrsta Covid faraldrinum þegar við þurftum að loka og fórum í miklar framkvæmdir og stækkun. Við opnuðum svo nýja glæsilega og stækkaða stofu þegar leyfi var gefið frá yfirvöldum til að opna aftur eftir fyrstu Covid bylguna vorið 2020.
Síðan þá höfum við haldið áfram að vaxa jafnt og þétt og bæta við okkur nýjungum í hraðri þróun í þessum heimi tækni og meðferða fyrir líkamann.
Við bjóðum uppá langan opnunartíma til að anna eftirspurn ásamt því að hafa opið um helgar.
VERÐLAUN
Við erum stolt af því að hafa hlotið verðlaunin "Best Body Shaping Clinic" fyrir 2022 og 2023 frá World Salon Awards.