Árangurssaga Unu Dóru
Þessi glæsilega kona, Una Dóra Þorbjörnsdóttir, hóf meðferðarprógramm hjá okkur sem módel með áherslu á mótun, húðþéttingu og fitusöfnun á kvið í mars 2025. En þá hafði hún staðið í stað í 5. mánuði þrátt fyrir að æfa mjög mikið og passa vel uppá mataræðið.
Sjá árangursmyndir í tímalínu hérna neðst 👇
Við sjáum það reglulega að þrátt fyrir mikla vinnu og gott mataræði nær líkaminn stundum ekki að losa sig við fitu vegna þess að sogæðakerfið er stíflað og grunnbrennslan lítil. Þá þarf að byrja á því að undirbúa líkamann og virkja sogæðakerfið og grunnbrennslu áður en líkamsmótandi meðferðir geta hafist til að þær virki sem skyldi.
Una vildi vinna á húðþéttingu og fitusöfnun á kvið ásamt bólgum og bjúg.
Vegna sögu Unu um að "allt sæti fast" ásamt því að hún var að glíma við vökvasöfnun og bólgur settum við upp meðferðarplan fyrir hana í tveimur fösum.
Fasi eitt var því undirbúningsprógramm áður en við færðum okkur svo yfir í sjálft líkamsmótandi meðferðarprógrammið í fasa tvö.

Meðferðaráætlun Unu í tveimur fösum
Fasi 1 – Undirbúningsprógramm (mars–maí) sem innihélt:
-
5 skipti í Bust Vacuum Detox
-
5 skipti í Silk Lipomassage
👉 Markmið: að virkja sogæðakerfið, losa um bólgur og stíflur og hraða grunnbrennslu.
➡️ Útlitsbreytingar sjást ekki strax í þessum fasa, en þetta er stundum nauðsynlegt skref til að virkja kerfi líkamans svo að hann geti svo unnið hratt og vel úr meðferðunum sem koma á eftir og í tilfelli Unu var það nauðsynlegt.
Fasi eitt voru samtals 10 vikur þar sem hún kom aðra hvora viku í Bust Vacuum Detox og aðra hvora viku á móti í Silk Lipomassage til undirbúa líkamann fyrir sjálft meðferðarprógrammið í fasa tvö.
Fasi 2 – Sjálft mótunarprógrammið (maí–september) sem innihélt:
-
10 skipti í 360 gráðu Tummy Sculpt
-
10 skipti í Bust Vacuum Detox
-
10 skipti í Msculpta Pro
-
10 skipti í Silk Lipomassage
👉 Markmið: að brjóta niður fitu á kvið, móta mittið, þétta húðina á kviðsvæðinu og styrkja kviðvöðvana.

Fasi tvö sem var sjálft mótunarprógrammið tók svo við 21. maí og var í tíu vikur fyrir utan sumarfríi sem kom inní og kláraði Una því prógrammið 2. september.
Í fasa 2 kom hún í 360 Tummy Sculpt 1x í viku í tíu vikur til að brjóta niður fitu af kvið og hliðum, móta mittið og þétta húðina.
Beint á eftir fór hún svo í Bust Vacuum Detox til að auka brennslu og aðstoða sogæðakerfið við að vinna út fituna sem við brutum niður í Tummy Sculpt meðferðinni.
Að auki kom hún 1x í viku til viðbótar í Msculpta Pro til að móta og styrkja kviðvöðva og kviðvegg eins mikið og kostur er á.
Beint á eftir fór hún svo í SILK Lipomassage þar sem unnið er með allan líkamann (húðþétting, mótun, appelsínuhúð, aukin brennsla og bjúgur).
Með 10 vikna meðferðarpakkanum í fasa tvö var áherslan á árangur á bæði fitusöfnun og slappa húð á kvið og á hliðum með 360 gráðu Tummy Sculpt.
Svo unnun við í bestu mögulegri þéttingu á kviðvegg og kviðvöðvum með Msculpta Pro til að hámarka árangurinn og draga saman mittið innan frá.
Að auki héldum við áfram með Bust Vacuum Detox til að viðhalda fitubrennslu líkamans ásamt SILK Lipomassage til að viðhalda fullri virkni sogæðakerfisins, halda áfram að vinna niður bólgur og hámarka með því árangur.
Vegna vökvasöfnunar og bólgna í líkamanum sem hún var að glíma við og sögu um að "allt sæti fast" var gríðarlega mikilvægt að hafa Bust Detox og Silk meðferðirnar með í prógraminu hennar til að tilsettur árangur myndi nást og í leiðinni vorum við að vinna að því að bæta heilsuna hennar, auka fitubrennslu og jafnframt minnka bólgur og verki.
Hér má sjá myndir í seinni fasa teknar eftir tíma tvö, tíma átta og eftir síðasta tímann:

Fasi eitt hófst 22. mars og fasi tvö hófst svo 21. maí.
Það er áhugavert að sjá að á meðan á fasa eitt stóð á milli 22.mars og 21. maí var engin sjáanlegur munur að ráði sem er eðlilegt enda er sjálft líkamsmótunarprógrammið ekki hafið þá.
En þrátt fyrir að árangurinn sjáist ekki utaná henni í fyrsta fasa var mjög mikilvægt fyrir Unu að vera þolinmóð á meðan á því stóð og treysta ferlinu því þetta skref var nauðsynlegt fyrir hennar líkama til að virkja sogæðakerfi og brennslu áður en farið væri af stað að brjóta niður fitusöfnun.
Því þarna skiptir ekki máli hvort hún grennist sjálf eða við brjótum fituna niður fyrir hana, ef leiðin er stífluð þá kemst fitan ekki út.
Svo um leið og hún fer af stað í fasa tvö fara hlutirnir að gerast mjög hratt og árangurinn fljótur að koma fram.
Hér má sjá myndir í seinni fasa teknar eftir tíma tvö og eftir tíma fimm:

Una lauk svo prógrammi með siðustu meðferð og eftir myndartöku 2. sept.
Hér má sjá myndir teknar áður en hún byrjaði í fyrri fasa og eftir allt prógrammið:
Hér má sjá mynd sem tekin var áður en hún byrjaði í fasa tvö og svo eftir allt prógrammið:


Eins og má sjá eru flestar af árangurs myndunum með fyrir mynd frá 21. maí þar sem fasi tvö og sjálft mótunarprógrammið byrjaði þá og lauk 2. sept.
Ath: Árangursmyndir sem við birtum eru aldrei unnar á neinn hátt, né eru notaðir fílterar eða lýsingu breytt. Myndirnar eru aðeins settar saman og nýttar alveg eins og þær voru teknar án nokkurar vinnslu á neinn hátt.