Nánari lýsing
Í Thigh Sculpt meðferðinni vinnum við á fitusöfnun á lærum ásamt því að við þéttum lausa og slappa húð á svæðinu og brjótum niður appelsínuhúð.
Nú geturðu þétt lausa húð, losað þig við staðbundna fitu, lyft og mótað rassinn, án áhættu sem fylgir skurðaðgerð.
UltraBody Thigh Sculpt
Meðferðartími: 60 mínútur
Ultra Body CONTOUR er byltingarkennd, örugg, sársaukalaus og þægileg leið til að minnka fitu, móta línur og þétta húðina án inngripa.
UltraBody meðferðirnar sameina nokkra þætti í einu og sömu meðferðinni og er þetta því heildstæð meðferð sem vinnur á staðbundinni fitu, húðstyrkingu og húðþéttingu, appelsínuhúð og líkamsmótun allt í senn.
Spurningar og svör
Hvernig virkar UltraBody Contour meðferðin?
Meðferðin vinnur þríþætt á líkamanum með því að brjóta niður óæskilega fitu úr fitufrumunum og annaðhvort flytja hana yfir á rassinn (í Buttlift meðferðinni) til að auka ummálið eða vinna hana út úr líkamanum í gegnum sogæðakerfið ásamt því að hún þéttir lausa húð, bætir áferð húðar og mótar líkamann.
Hvað þarf að líða langt á milli meðferða?
Til að ná sem bestum árangri er ráðlagt að láta líða að minnsta kosti 7 daga á milli meðferða. Almennt er að meðferðirnar séu teknar með 7-10 daga millibili. Ekki er mælt með að láta líða meira en tvær vikur á milli meðferða til að tilætlaður árangur náist.
Hvað verður um fituna þegar unnið er á staðbundinni fitu?
Fitufrumurnar eru ennþá til staðar eftir meðferðina en tæknin gerir það að verkum að fitufruman mun tæma innihald sitt. Innihaldið í fitufrumunum samanstendur af vatni, glýseróli (sykur) og fríum fitusýrum. Eftir meðferð frásogast glýserólið eða sykurinn. Vatnið ber svo fríu fitusýrurnar í gegnum sogæðakerfið, í gegnum nýrun og lifrina og flyst hún síðan út úr líkamanum með svita, þvagi og úrgangi.
Munu sentimetrarnir sem ég losna við haldast eftir að meðferðarprógrammi er lokið?
Í meðferðinni erum við ekki að fjarlægja fitufrumurnar heldur minnka innihaldið í þeim svo eftir situr lítil og tæmd fitufruma og þar af leiðandi minna ummál, alveg eins og gerist þegar um náttúrulegt fitutap er að ræða. Það fer því aðallega eftir lífsstílnum þínum, ef þú heldur heilbrigðum lífstíl og mataræði þá mun árangurinn haldast, ef ekki þá er hætta á að fitufruman fyllist aftur af fitu með tímanum eins og myndi gerast með hefðbundnu fitutapi. Stundum getur verið ráðlagt að koma í eina viðhalds meðferð á 2-3 mánaða fresti til að viðhalda árangri.
Hvað mun ég þurfa mörg skipti?
Fjöldi skipta fer eftir hve miklum árangri þú vilt ná fram og svæðinu sjálfu, hversu mikið þú þarft til að ná markmiðum þínum. Við getum ráðlagt þér persónulega í ráðgjöf hjá okkur til að gefa þér áætlaðan fjölda.
Að meðaltali þá er heildar meðferðarprógramm fyrir meðalmanneskju á milli 6-9 skipti fyrir undirhöku og 8-12 skipti fyrir öll önnur svæði sem tekin eru með viku til tíu daga millibili, svo að tilætluðum árangri sé náð. Færri skipti væru ekki talin sem heilt meðferðarprógramm og myndu því líklega ekki gefa tilætlaðan árangur. Ef að færri tímar eru teknir í upphafi getur viðkomandi átt von á því að þörf sé á að bæta við fleiri skiptum til að ná tilætluðum árangri og klára þar af leiðandi prógrammið.
Hvenær byrja ég að sjá árangur þegar prógrammið er byrjað?
Sjáanlegur árangur kemur að öllu jöfnu fram eftir tíma þrjú til fjögur í meðferðarprógramminu þrátt fyrir að ummálsminnkun á svæðinu megi yfirleitt sjá frá fyrsta tíma.
Húðþétting tekur að öllu jöfnu lengri tíma að fá sjáanlegan árangur heldur en þegar niðurbrot fitu er annarsvegar. Kollagen og elastin framleiðsla húðarinnar hefst um 8 dögum eftir fyrstu meðferð og heldur virknin svo áfram í 8 vikur eftir meðferð, því er endanlegur árangur meðferðar á húð komin fram u.þ.b. 2 mánuðum eftir að meðferðarprógrammi líkur.
Af hverju fá sumir meiri árangur en aðrir?
Við erum eins misjöfn og við erum mörg og líkami okkar bregst mismunandi við tækninni. Þar sem við erum að vinna með lifandi frumur, þá getum við aldrei sagt nákvæmlega fyrir um það hvernig hver og einn bregst við meðferðinni og hversu hratt.
Hjá sumum sjáum við árangurinn koma gríðarlega hratt á meðan það getur tekið lengri tíma hjá öðrum. Bara alveg eins og þegar fitutap verður með hefbundnum hætti með hreyfingu og mataræði, það gengur bara hraðar hjá sumum. Þarna kemur líka inní hvort sogæðakerfið sé að vinna hratt og vel ásamt öðrum líkamlegum þáttum og auðvitað lífsstíl líka.
Við reynum þó eftir bestu getu að finna út áður en meðferðarprógramm hefst hvort það sé eitthvað hjá viðkomandi sem geti dregið úr árangri með heilsufarsskýrslu, og spurningarlista til að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir ef þarf til að sá hinn sami nái tilætluðum árangri.
Ef fitusöfnun er lítil á meðferðarsvæðinu og verið að fínpússa svæðið þá missir sá hinn sami færri teljanlega sentimetra í heild á svæðinu í meðferðarprógramminu sínu heldur en ef um meiri fitusöfnun væri að ræða. Að auki sem sjáanlegur árangur er ekki eins áberandi eins og þegar viðkomandi hefur meiri fitu fyrir meðferðina til að fjarlægja. Það er einfaldlega bara minni fita til að taka og því minna ummál til að missa.
Að sama skapi ef fitusöfnun er töluvert mikil á meðferðarsvæðinu þá getur verið að viðkomandi þurfi fleiri skipti en 8-12 skipti sem er meðaltalið til að ná tilskyldum árangri.
Ef þér finnst árangurinn vera öðruísi eða hægari en hér er talað um þá viljum við heyra það og reyna að finna út með þér hvað veldur. Við erum líka með allskyns góð ráð sem geta hjálpað til og getum við þá sem dæmi aðstoðað sogæðakerfið að vinna hraðar með því að bæta inn öflugu sogæðameðferðinni okkar í prógrammið þitt og fleira.
Ef eitthvað af eftirfarandi á við hjá þér er þér ráðlagt frá því að fara í UltraBody meðferð:
- Ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti
- Ef það eru hjartavandamál eða sjúkdómar
- Ef þú ert með ómeðhöndlaðan háan blóðþrýsting
- Krabbamein eða í krabbameinsmeðferð
- Nýrnaskemmdir, sjúkdómar eða vandamál
- Lifrarskemmdir, sjúkdómar eða vandamál
- Blóðsjúkdómur, áverkar eða sár
- Aðskotahlutur úr plasti eða málmi á meðferðarsvæðinu
- Húðsjúkdómar eins og exem, húðbólga eða útbrot á meðferðarsvæðinu
- Gangráður eða annað sambærilegt
- Fyllingarefni eða bótox á meðferðarsvæðinu
Hér má sjá sýnishorn af árangursmyndum okkar viðskiptavina:
Kynntu þér UltraBody betur hér
Möguleiki að greiða með kortum og fá kortalaus lán með Netgíró og Pei hér á netversluninni. Einnig er möguleiki að kaupa meðferðir og pakka með raðgreiðslum á kreditkort og er það þá gert hjá okkur á staðnum.
Ath! Vegna mikillar eftirspurnar getur verið nokkra vikna bið í ákveðnar meðferðir og því hvetjum við ykkur til að bóka meðferðir og meðferðarpakkana með góðum fyrirvara.