
Hjá The House of Beauty starfa að öllu jöfnu um 10 - 12 meðferðaraðilar sem eru sérfræðingar á sviði meðferða fyrir líkamlega heilsu og vellíðan.




Sigrún Lilja
Boss beibið og leiðtoginn okkar, Sigrún Lilja er konan á bak við The House of Beauty. Hún er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins að auki sem hún er orðin algjört nörd í þróun á tækni líkamsmeðferðatækja og virkni þeirra á líkamann.
Metnaður hennar fyrir vellíðan starfsfólks og viðskiptavina er mikill og leggur hún sérstaklega mikla áherslu á gott andrúmsloft í vinnunni ásamt því að árangur viðskiptavina sé ávalt hafður í forgrunni.
Hún er skapari metnaðarfullrar þjálfunnar starfsfólks The house of Beauty sem heitir THOB Academy og sér hún um alla uppbyggingu þjálfunarinnar og bóklega þáttinn. Hún leggur mikið uppúr endurmenntun og er því sjálf á reglulegum námskeiðum erlendis í faginu til að afla stöðugrar þekkingar í hraðri þróun í þessum heimi.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
"Notting Hill. "
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn?
"Glúteinlausar samlokur frá Joey and the Juice."
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
"Ég reyni að ná endurhlöðunnar "rútínunni" minni nokkrum sinnum í viku. Hún samanstendur af hugleiðslu í gufu, köldum potti og Wim Hof öndun. Ég geri hana í sundi eða í spa-i og það er engu líkt. "
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
"Byrja daginn á að drekka 500 ml af sellerí safa og fá mér svo Heavy Metal Detox Smoothie stuttu síðar. Mér líður best þegar ég er glúteinlaus og lágmarka fitu í mataræðinu. Anda að mér fersku lofti, knúsa dóttur mína og ná smá time out fyrir framan sjónvarpið."
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
"Ég hef svo gaman að vinnunni að mér finnst þetta stundum ekki vera vinna og þannig á það líklega að vera. Það er svo magnað að sjá hvað er hægt að gera með nútíma tækni í mótun líkamanns, það er alltaf jafn gaman að sjá árangurinn sem við erum að ná fram og það gerir daginn minn. Að auki er ég gríðarlega þakklát fyrir öfluga starfsfólkið okkar og dásamlegu viðskiptavinanna sem við værum ekkert án."
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
"Úff ég elska þær allar á sinn hátt, en Lipomassage fyrir heilsuna og fyrir húðina, alveg magnað að sjá hvernig meðferðin býr til sokkabuxna áferð á likamann. En svo núna er klárlega UltraBody í miklu uppáhaldi, magnaður árangur í mótun og húð."
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
"Það sem er best við að búa á Íslandi er auðvitað ferska loftið og náttúran okkar sem er einstök. En ég elska líka hvað boðleiðir eru stuttar, því við erum frekar fá svona m.v. aðrar þjóðir. Við erum líka frekar skemmtilegur markaður því við erum mörg hver nýjunga gjörn og elskum þegar það kemur eitthvað skemmtilegt í flóruna til íslands og það hentar mér vel því ég elska að koma með eitthvað nýtt hingað til lands.!"
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir - Framkvæmdastóri The House of Beauty

Jurate Asmundsson
Jurate er læknir með sérfræðileyfi í meinafræði og frumumeinafræði. Hún kláraði sérnám Í Sviðjóð 2009 og flutti til baka til íslands 2016. Hún er starfandi sem læknir og veitir læknisfræðilega ráðgjöf ásamt öðru tengdu heilbrigðismálum. Hún starfar einnig á Landspítalanum.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
" Pretty woman"
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn?
"Brauð og Co” surdeigbrauð með avocado."
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
"Hjóla, fara í ræktina og sjósund."
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
"Vera með manninum mínum. Hugsa um mitt nánasta folk en ekki gleyma mér sjálfri. Hreyfa mig, borða góðan mat og drekka vatn.."
Hver eru áhugamálin þín?
"Ferðast, golf og ný tækni."
Hvað finnst þér best við að búa á íslandi?
"Fólk, hreint loft og nattúra."
Jurate - Læknir hjá The House of Beauty

Anna Vigdís
Anna Vigdís er samskiptastjórinn okkar. Hún er viðskiptafræðingur með master í Business Intelligence og Digital
Marketing frá Brunel Business School í London.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
"Dirty Dancing."
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn?
"Þessa dagana er ég með æði fyrir Cheddar og brauðteninga tacoinu hjá Ginger."
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
"Ég reyni að velja alltaf hollari kostinn, drekka tvo lítra af vatni á dag og fara í göngutúr eða fjallgöngur, oftast á Úlfarsfell en er með markmið í sumar að prófa nýjar gönguleiðir."
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
"Knúsa börnin mín, hreyfa mig, eyða tíma með fjölskyldunni minni, æfa núvitund og reyna að sofa í amk 7 klst sem getur verið erfitt með tvö lítil börn."
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
"Andrúmsloftið, orkan, starfsfólkið. Maður finnur fyrir metnaðinum að gera sitt allra besta til þess að kúnninn nái sem mestum árangri og líði sem best."
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
" SILK Lipomassage! Ég er með vefjagigt og þetta hjálpar mér á marga vegu að líða betur!"
Anna Vigdís - Samskiptastjóri The House of Beauty

Eva María
Eva er reynsluboltinn okkar og hefur starfað hjá okkur frá því að við opnuðum í maí 2018. Hún er með B.A gráðu í félagsfræði með íþróttasviði og er að auki menntaður sem andlegur einkaþjálfari.
Eva hefur lokið námi og reglulegri endurmenntun frá okkur í THOB Academy sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og er einnig yfir þjálfari hjá okkur í THOB Academy .
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
" Pretty woman, hef ekkitölu hve oft ég hef horft á hana :)"
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn?
"Þeir eru nokkrir en égheld að Wok on standi upp úr."
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
"Fjölbreytt og góð næring,hreyfing, dans og útivera. "
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
"Góður svefn, góð næring,hreyfing að einhverju tagi, vera sem mest í núinu og vera í kringum fólkið mitt.."
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
"Það er svo gott ognotalegt andrúmsloft, fallegt umhverfi, frábærar meðferðir, yndislegtstarfsfólk og svo þykir mér svo innilega vænt um kúnnana."
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
"Lipomassage er algjörlegamín uppáhalds því hún vinnur á svo mörgu og er svo góð fyrir heilsuna. Ég hefséð hve mögnuð áhrif hún hefur haft á fólk á svo marga vegu og mér finnstyndislegt að geta stuðlað að bættri vellíðan. Svo finnst mér líka ofsalega gamanað gera velashape."
Eva María - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty

Daggrós
Daggrós er ein af okkar reynsluboltum og hefur starfað hjá okkur síðan í byrjun árs 2020. Daggrós hefur lokið námi og reglulegri endurmenntun frá okkur í THOB Academy sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og er einnig þjálfari hjá okkur í THOB Academy.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
"Notting Hill og Shawshank Redemption. "
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn?
"Joe and the juice og Ginger og Fresco."
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
"Ég reyni að sleppa sykri að öllu jöfnu, Drekka mikið vatn og hugsa vel um húðina mína. Reyni að hreyfa mig einsog ég get. Hugleiðsla er einhvað sem ég er líka að reyna að koma inní rútínuna mína daglega. Síðast en ekki síst húmor og hlátur það finnst mér skipta gríðarlega miklu máli til að viðhalda heilbrigðri rútínu."
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
"Andrúmsloftið, hlýleikinn, elsku samstarfssystur mínar og þakklátu kúnnarnir mínir."
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
"Lipomassage Silklight, einfaldlega af því að það er kraftaverkameðferð og hef ég orðið vitni af svo ótrúlegum breytingum á andlegri, útlitslegri og likamlegri heilsu hjá kúnnunum mínum eingöngu vegna hennar. Ég hef óbilandi trú á þessari meðferð og tel að allir ættu að stunda hana reglulega. Hinar meðferðirnar okkar eru líka frábærar en Lipomassage á sérstakan stað í hjarta mínu."
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
"Ferska loftið, stórbrotin náttúrufegurð, ferska hreina vatnið okkar, öryggið, og samheldni fólks."
Daggrós - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty

Monika
Monika lauk ljósmæðranámi með gráðuna Bachelor of Midwifery frá Collegium Medicum UJK að auki sem hún hefur lokið námi og reglulegri endurmenntun frá okkur í THOB Academy sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og er einnig þjálfari hjá THOB Academy, hún hefur unnið sem meðferðaraðili hjá okkur síðan 2021.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
"Harry Potter"
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn?
"Local"
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
"Ég drekk mikið vatn og borða grænmeti á hverjum degi."
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
"Drekka vatn, fá góðan nætursvefn, borða grænmeti eða ávexti, anda að mér fersku lofti, fara í göngutúr úti í náttúrunni."
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
"Besta teymið, svo notalegt og alltaf góð stemning hjá okkur."
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
"Totally Laser Lipo - Því hún er mjög þægileg, hlý og notaleg meðferð þar sem laserbeltið leysir upp fitu í fitufrumum á meðan maður slakar á."
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
"Það sem er best við að búa á Íslandi er ferskt loft, falleg náttúra og gott fólk!"
Monika - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty

Myla
Myla lærði BA í tölvunarfræði en það kom svo í ljós að ástríða hennar er á vellíðan, líkamsrækt og að aðstoða fólk að byggja upp sjálfstraust.
Hún hefur hefur lokið námi frá okkur í THOB Training Institute sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og unnið sem meðferðaraðili hjá okkur síðan vorið 2023.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
"Count of Monte Cristo."
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn?
"Papaya rækjusalat"
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
"Með heilbrigðu mataræði og með því að lágmarka neyslu á áfengi og sykri."
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
"Allt byrjar heima, sofðu vel á nóttunni, passaðu að fá þér góðan morgunmat á morgnana, að drekka te hjálpar mér að undirbúa mig fyrir daginn, brosa, hugsa jákvætt og laða að mér góða orku. Ekki gleyma að brosa, það er smitandi."
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
"Ég elska alla samstarfsmenn mína, þeir eru mjög hlýir og vinalegir, sérstaklega yfirmaðurinn okkar sem hefur alltaf sýnt svo mikinn stuðning og dugnað, og viðskiptavinir okkar eru ótrúlegir!."
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
"Ég hreinlega elska SILK Lipomassage, það er meðferð sem breytir leiknum, ekki aðeins hjálpar það þér að losna við appelsínuhúð og mótar þig, það hefur líka svo marga heilsufarslega ávinninga."
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
"Uppáhalds við að búa á Íslandi er fólkið. Gestrisni þeirra og þakklátar gjörðir stóðu gegn nafni þess „Ís-land“, vegna þess að Íslendingar eru svo hlýir og bjóða mann svo velkomin. Augu mín fá ekki nóg af þessari dásamlegu og úr öðrum heimi fegurð landsins. Um leið og ég kom til landins, varð ég þegar ástfanginn og kallaði það mitt annað heimili.!"
Myla - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty

Hergina
Hergina er í sjúkraliðanámi. Hún lauk námi hjá okkur í THOB Training Academy sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og hóf störf sem meðferðaraðili hjá okkur í upphafi árs 2024.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
The Pursuit of Happiness.
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn þinn?
Er mjög mikið fyrir góð salöt.
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
Ég elska að lesa bækur – það heldur mér í jafnvægi.
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
-
Fara í göngutúr.
-
Fara að synda.
-
Ferðast eins oft og ég get.
-
Lesa bækur.
-
Syngja og dansa.
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
Tummy Sculpt, Msculpta og Silk. Þessar meðferðir gefa svo fallega mótun, brenna fitu, styrkja vöðva og hjálpa líka við að minnka verki.
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
Samstarfsfélagarnir mínir, liðsandinn, góð samskipti og skemmtilegt andrúmsloft.
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
Fólkið er frábært og náttúran stórkostleg.
Hergina - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty

Weronika
Weronika er reynslumikill heilsunuddari. Hún lauk tveggja ára námi í heilsunuddi 2019. Síðan þá hefur hún bætt við sig fjölmörgum námskeiðum í nuddi, meðal annars í Lomi Lomi nuddi, Ayurvedic nuddi, heitsteinanuddi og íþróttanuddi. Hún lauk námi hjá okkur í THOB Training Academy sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og hóf störf sem meðferðaraðili hjá okkur í nóvember 2024.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
Hringadróttinssaga.
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn þinn?
Heimagerðar franskar kartöflur með hvítlaukssósu.
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
Ég reyni að tileinka mér góðar venjur í lífinu, drekk mikið vatn og bara einn bolla af kaffi á dag. Ég forðast gos og sykraða safa og drekk einungis 100% hreinan ávaxtasafa. Ég hreyfi mig á hverjum degi – hvort sem það er að ganga, fara í ræktina eða hoppa með syni mínum. Auk þess tek ég inn kollagen og vítamín eins og magnesíum, B-vítamín og fleiri þegar ég finn að ég þarf á þeim að halda.
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
Knúsa son minn.
Lesa bók.
Fara í ræktina.
Eiga góða stund með vinum eða fjölskyldu.
Borða bragðgóða og holla máltíð.
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
Fólkið er í fyrsta sæti! Og svo finnst mér líka stofan sjálf svo falleg, blanda af notalegheitum og glæsileika sem gerir daginn enn betri, að vinna í svona fallegu umhverfi.
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
Klárlega Silk Lipomassage! Meðferðin er rosalega öflug bæði á meðan á henni stendur og eftir hana. Mér finnst líka dásamlegt hvernig Silk hjálpar til við að minnka appelsínuhúð og styður við starfsemi sogæðakerfisins.
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
Ég elska friðinn hér og að það séu ekki svo margir íbúar í landinu. Lífsstíllinn er miklu rólegri en í mínu heimalandi og ég finn að ég er afslappaðri, finn ekki fyrir miklum þrýstingi og er ekki alltaf að flýta mér.
Weronika - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty

Rovena
Rovena er með BA í Ensku ásamt því að hafa lokið námi hjá okkur í THOB Training Academy sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og hóf störf sem meðferðaraðili hjá okkur í nóvember 2024.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
Ég verð eiginlega að velja bæði bíómynd og þáttaröð – Game of Thrones og Harry Potter, get ekki valið bara eitt.
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn þinn?
Joe & the Juice og Local.
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
Ég reyni að borða hollt og elda ferskan mat sjálf þegar ég hef tíma. Oft fer ég í göngutúra, hreyfi mig aðeins heima eða dansa þegar ég er í stuði.
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
-
Hlusta á tónlist (mjög mikilvægt fyrir mig).
-
Borða ávexti.
-
Drekka vatn.
-
Stunda jóga.
-
Hugsa vel um húðina.
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
Andrúmsloftið er virkilega gott, allir eru indælir og það er þessi hlýlega, velkomandi stemning sem lætur manni líða vel. Við erum líka alltaf að læra eitthvað nýtt, bæta við okkur þekkingu og kynnast nýju fólki.
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
Mér finnst allar meðferðirnar okkar æðislegar, en ef ég þyrfti að velja eina þá væri það Silk Lipomassage. Hún hentar öllum, hefur mikinn heilsufarslegan ávinning og hjálpar líka öðrum meðferðum að virka enn betur.
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
Stórkostlega náttúran, hreina vatnið og hve indælt fólkið er.
Rovena - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty

Zarqa
Zarqa er menntaður líftæknifræðingur og er í meistaranámi í Hagnýtri Líftæknifræði við Háskóla Íslands. Hún lauk námi hjá okkur í THOB Training Academy sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og hóf störf sem meðferðaraðili hjá okkur í nóvember 2024.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
Atonement.
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn þinn?
Kjúklingasalat frá Arabian Taste.
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
Ég er oft með annasama dagskrá þar sem ég fer í skólann á morgnana, fer svo í vinnu á rannsóknarstofu og síðan í vinnu hjá The House of Beauty seinnipartinn.
Ég passa mig að drekka mikið vatn og reyni að borða hollan heimilismat.
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
-
Drekka mikið vatn.
-
Forðast sykur.
-
Elda góðan mat.
-
Svo hringi ég alltaf í fjölskylduna mína í lok dags sem gefur mér mjög mikið.
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
Mér finnst best að sjá fólk losna við verki og byrja að líða vel í eigin líkama á ný.
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
Tummy Sculpt er mín uppáhalds af því að ég hef séð svo klikkaðan árangur beint fyrir framan nefið á mér.
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
Að upplifa íslenska sumarið var einstakt – loftgæðin og stórbrotin náttúra eru það sem mér finnst best við Ísland.
Zarqa - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty

Zille
Zille er menntaður líftæknifræðingur og er í meistaranámi í Hagnýtri Líftæknifræði við Háskóla Íslands. Hún lauk námi hjá okkur í THOB Training Academy sem sérfræðingur í líkamsmeðferðum og hóf störf sem meðferðaraðili hjá okkur í apríl 2025.
Hver er uppáhalds bíómyndin þín?
Allar góðar ástarsögur með hamingjusömum endi ❤️
Hver er uppáhalds holli skyndibitinn þinn?
Grillaður lax með grænmeti – einfalt og ferskt.
Hvernig viðheldurðu heilbrigðri rútínu?
Ég reyni að vera virk, borða hollt, drekka vatn og hvíla mig vel.
Hvaða fimm atriði þarftu að gera á hverjum degi til að líða vel?
-
Drekka nóg af vatni.
-
Hreyfa mig.
-
Borða ferskan mat.
-
Hugsa vel um húðina.
-
Gefa mér kyrrláta stund.
Hvað finnst þér best við að vinna í The House of Beauty?
Teymið, orkan og að fá að hjálpa viðskiptavinum að líða vel.
Hver er uppáhalds meðferðin þín á The House of Beauty og hvers vegna?
Silk Lipomassage – ég elska að framkvæma hana! Hún er bæði slakandi og árangursrík, og viðskiptavinir sjá og finna raunverulegan mun.
Hvað finnst þér best við að búa á Íslandi?
Náttúran – rólegheitin, hreinleikin og fegurðin.
Zille - Meðferðaraðili hjá The House of Beauty