Skilmálar The House of Beauty - English below

Þessi vefsíða er í eigu The House of Beauty. Allur texti á vefnum er í okkar eigu og bundið rétti um höfundarréttarlög.

Kæri viðskiptavinur The House of Beauty

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi viðskiptaskilmála. Vitneskja um skilmálana fyrirbyggir misskilning og stuðlar að góðum samskiptum í framtíðinni.

Með því að kaupa og/eða hefja meðferðarprógram og/eða vera í meðferðum hjá The House of Beauty lýsir undirritaður því yfir að hann hafi kynnt sér og samþykkt eftirfarandi skilmála.

1. Tímar og afbókanir

Viðskiptavinur gerir sér grein fyrir að við kaup á meðferðum, kortum eða pökkum getur verið nokkur bið eftir lausum tímum og að hefja meðferðarprógram. Til að tryggja sem bestan framgang og árangur meðferða er mikilvægt að bóka tíma með góðum fyrirvara og ber viðskiptavinur ábyrgð á því. Við hjá The House of Beauty erum alltaf reiðubúin að aðstoða við bókanir og skipulagningu meðferðarprógramsins, og hvetjum alla viðskiptavini til að bóka ráðgjafatíma strax í upphafi svo hægt sé að setja upp markvisst prógram.

Afbókunarfrestur og skrópgjald

  • Tíma þarf að afbóka með að lágmarki 18 klukkustunda fyrirvara.

  • Sé tími ekki afbókaður innan frests eða ef ekki er mætt er rukkað skrópgjald sem nemur 50% af verði staks tíma meðferðar en þó aldrei meira en 15.000 kr.

  • Skrópgjaldið er sent í heimabanka viðskiptavinar.

Við gerum þetta til að virða tíma allra og tryggja að aðrir geti nýtt tímann ef þú afbókar.

Afbókunarleiðir

Við viljum gera þér það sem auðveldast að halda utan um tímana þína og breyta þeim þegar þess þarf.

Þú getur afbókað eða breytt bókun með einum af eftirfarandi leiðum:

📞 Með símtali í þjónustuverið
Þú getur hringt í okkur í síma 416-1080 til að gera breytingar á bókuðum tímum á eftirfarandi opnunartíma:

  • Virka daga: kl. 08:00–19:00

  • Laugardaga: kl. 10:00–18:00

  • Sunnudaga: kl. 12:00–18:00

💻 Rafrænt – áður en afbókunarfrestur rennur út
Þú getur afbókað eða breytt tímum rafrænt allan sólarhringinn svo lengi sem það sé innan afbókunarfrests með eftirfarandi leiðum:

🔗 Á bókunarsíðu The House of Beauty:
Í gegnum notandaðganginn þinn á bókunarsíðunni hér

Getur þú:

    • Skoðað bókanir og inneignir

    • Bókað nýjan tíma

    • Breytt eða afbókað tímum

Ef þú ert ekki nú þegar með aðgang geturðu auðveldlega stofnað hann með því að smella á „Signup“ efst á bókunarsíðunni okkar og nota netfangið sem skráð var við bókun þinna tíma.

Athugið að í flestum tilfellum þurfum við að virkja aðganginn þinn handvirkt svo þú sjáir allar bókanir. Þú getur óskað eftir virkjun með því að senda tölvupóst á connect@thehouseofbeauty.is eða látið okkur vita í næstu heimsókn.

📩 Í gegnum staðfestingar- eða áminningarpóst:

Með því að fara í gegnum afbókunarhnappinn í staðfestingarpósti sem kemur þegar tími er bókaður eða áminningarpósti sem þú færð frá okkur 24 tímum fyrir tímann þinn.

ATH! Ekki er tekið við afbókunum með tölvupósti, SMS eða í gegnum samfélagsmiðla.

Ráðgjöf, mæling og myndataka

Ráðgjöf fyrir núverandi viðskiptavini
Við bjóðum upp á ráðgjöf, mælingar og myndatöku fyrir núverandi viðskiptavini sem eru í meðferðarprógrammi án endurgjalds sem hluta af þjónustuferlinu.

Ráðgjöf fyrir nýja viðskiptavini
Fyrir nýja viðskiptavini sem hafa ekki áður keypt meðferðir hjá okkur er fyrsta ráðgjöfin gegn gjaldi. Það gjald dregst þó að fullu frá verði meðferðar ef keypt er samdægurs eftir ráðgjöfina.

Afbókun ráðgjafar
Mikilvægt er að afbóka ráðgjöf með minnst 18 klukkustunda fyrirvara. Sé það ekki gert, eða ef ekki er mætt, er rukkað 5.000 kr. skrópgjald sem sent er í heimabanka viðskiptavinar.

Tilkynningar vegna bókana

The House of Beauty sendir tilkynningar í tölvupósti og með SMS daginn áður en tími er bókaður – þetta er eingöngu liður í auka þjónustu. Viðskiptavinir ættu ekki að reiða sig alfarið á slíkar áminningar þegar kemur að skipulagi sinna tíma og bókana. Ef áminning skilar sér ekki, ber viðskiptavinurinn engu að síður fulla ábyrgð á því að fylgjast með bókuðum tímum og mæta í þá – hvort sem þeir voru bókaðir af honum sjálfum eða starfsfólki stofunnar.


Afbókun af okkar hálfu

Komi upp sú staða að meðferðaraðili geti ekki sinnt bókuðum tíma, verður haft samband við þig með símtali, tölvupósti og/eða SMS til að tilkynna afbókunina. Meðferðaraðilinn mun gera sitt allra besta til að endurbóka meðferðartímann við fyrsta tækifæri.

Að auki getur viðskiptavinur alltaf:
• Bætt tímanum við fyrir aftan meðferðarprógrammið, eða
• Endurbókað tímann í næstu heimsókn.


Tímamörk og mæting

• Við mælum með að viðskiptavinir mæti að lágmarki 5 mínútum fyrir bókaðan tíma til að dagskrá riðlist ekki.
• Sé mætt of seint, skerðist meðferðartíminn í samræmi við það.
• Sé mætt eftir að helmingur bókaðs tíma er liðinn er ekki hægt að framkvæma meðferðina og er skrópgjald innheimt skv. skilmálum hér að ofan.


2. Ábyrgð og árangur

Viðskiptavinur veitir starfsfólki The House of Beauty heimild til að framkvæma meðferðir án ábyrgðar á útkomu, árangri eða niðurstöðum.

Árangur meðferða er einstaklingsbundinn og ræðst ekki aðeins af vinnu meðferðaraðila, heldur einnig af ástandi, lífsstíl og þátttöku viðskiptavinar. Þetta er samstarf milli viðskiptavinar og The House of Beauty.
The House of Beauty ber ekki ábyrgð á árangri meðferða, þar sem hann er háður mörgum þáttum sem liggja utan ábyrgðarsviðs okkar.

Hafa ber í huga að eftirfarandi áhættuþættir geta dregið úr árangri þó listinn sé ekki tæmandi:

  • Reykingar

  • Áfengisneysla samdægurs og 48 klst. eftir meðferð

  • Hátt hlutfall fitu í mataræði samdægurs og daginn eftir meðferð

  • Gigt, stoðverkir og bólgur í líkamanum

  • Hægfara sogæðakerfi

  • Óheilbrigður eða óstöðugur lífsstíll

  • Regluleg verkjalyfjaneysla


3. Fatnaður og líkamleg viðbrögð

Viðskiptavinir skulu mæta í nærfötum. Nekt í meðferðum er bönnuð, nema í brúnkuklefa. Í Silk meðferðum er notaður sérstakur meðferðargalli yfir nærbuxur.

Í meðferðum með neikvæðum þrýstingi (sog), t.d. Silk og UltraBody, geta myndast marblettir ef slíkt gerist er það oftast í upphafi meðferðarprógrams, sérstaklega ef miklar bólgur/stíflur eru til staðar. Þetta gerist ekki hjá öllum og hverfur yfirleitt á 2–3 dögum.

4. Heilsufar

Við leggjum áherslu á öryggi og vellíðan viðskiptavina okkar. Því ber hverjum og einum að afbóka meðferð innan afbókunarfrests ef heilsufar viðkomandi kallar á það. Við mælum einnig eindregið með því að þú ráðfærir þig við starfsfólk okkar ef þú ert í vafa um hvort meðferð sé heppileg að svo stöddu.

Við mælum með því að fresta öllum meðferðum sem innihalda sog (t.d. Silk og UltraBody) ef:

  • Bólgueyðandi eða blóðþynnandi lyf hafa verið notuð síðustu 48 klukkustundir til að forðast forðast óþarfa marbletti. Sé það nauðsynlegt þá er mikilvægt að það sé gert með fullri vitund okkar.

UltraBody meðferðir – frestun er nauðsynleg ef:

  • Þú ert á sýklalyfjum (bíða þar til meðferð lýkur).

  • Þú ert á steralyfjum (bíða í 2 vikur eftir lyfjalok).

  • Þú hefur fengið bólusetningu (bíða í 30 daga frá bólusetningu).

  • Meðferðarsvæði hefur verið lasermeðhöndlað t.d. með háreyðingarlaser nýlega (bíða í 2 vikur).

  • Þú hefur fengið Botox® á meðferðarsvæði (bíða í 3 mánuði) eða húðfylliefni á meðferðarsvæði (bíða í 2 vikur).

  • Háreyðingarkrem hefur verið notað á meðferðarsvæðið síðustu 7 daga.

  • Þú hefur farið í skurðaðgerð (bíða í 6 mánuði, nema um minniháttar aðgerð sé að ræða – þá samkvæmt mati sérfræðings okkar).

Við mælum einnig með að fresta UltraBody meðferðum ef:

  • Þú ert á blæðingum (hægir á sogæðakerfi og minnkar árangur).

  • Meðferðarsvæðið hefur nýlega verið vaxað.

  • Sólarbruni er til staðar á meðferðarsvæði.


Meðferðir samkvæmt læknisráði

  • Einstaklingar með gangráð, eða konur sem eru barnshafandi eða með barn á brjósti, ættu ekki að undirgangast meðferðir nema í samráði við lækni. Sé slíkt gert, er það á fullri ábyrgð viðskiptavinar.

  • Eftir barnsburð eða skurðaðgerð þarf að bíða í að minnsta kosti 3 mánuði áður en hafist er handa með meðferðir – eða lengur ef unnið er með fitusöfnun (6 mánuðir), nema læknir hafi veitt annað mat.

Viðskiptavinur staðfestir að hann muni fylgja ofangreindum leiðbeiningum varðandi heilsufar og láta starfsfólk vita ef eitthvað af ofangreindu breytist hjá sér.

The House of Beauty ber ekki ábyrgð á aukaverkunum eða slysum nema sýnt sé fram á að stórfellt gáleysi af hálfu starfsmanns eða bilunar í tækjabúnaði var orsök.

5. Gildistími, notkun meðferða og endurgreiðslur

Endurgreiðslur:

  • Meðferðir og kort sem keypt eru á sértilboðum eru ekki endurgreidd eftir að tilboði lýkur, nema þau hafi verið keypt í gegnum vefverslun The House of Beauty. Í slíkum tilvikum er hægt að óska eftir afpöntun og fullri endurgreiðslu innan 14 daga frá kaupum.

  • Meðferðir eða kort sem keypt eru á staðnum (í afgreiðslu) er hægt að afpanta og fá endurgreidd innan 14 daga frá kaupum. Hafi meðferðir þegar verið nýttar af meðferðarkorti eða pakka, dragast þær frá endurgreiðslu samkvæmt gildandi verðskrá á fullu verði, miðað við þann fjölda tíma sem þegar hefur verið nýttur.

Breytingar og framsal:

  • Kortahafi má lána eða gefa öðrum tíma eða kort sem skráð er á hans nafn, að því gefnu að um sé að ræða ekki-áskrift og að skrifleg tilkynning berist á netfangið: connect@thehouseofbeauty.is.

  • Einnig er heimilt að breyta meðferðartegundum innan þegar keyptra korta. Í slíkum tilfellum teljast upphaflegir tímar inn í nýtt kort og kortahafi greiðir fyrir hugsanlegan verðmun ef hann á við.

Gildistími:

  • Meðferðir, kort og pakkar gilda í 3 ár frá kaupdegi, nema annað sé sérstaklega tekið fram – til dæmis í tengslum við tímabundin tilboð eða áskriftarsamninga.



6. Siðareglur

Við leggjum ríka áherslu á gagnkvæma virðingu, traust og jákvætt andrúmsloft í öllu sem við gerum. Markmið okkar er að skapa umhverfi þar sem bæði viðskiptavinir og starfsfólk finna til öryggis, hlýju og fagmennsku – og upplifi þjónustu sem byggir á lausnamiðuðum samskiptum.

Viðskiptavinir og starfsfólk bera sameiginlega ábyrgð á því að samskipti séu heilbrigð, kurteis og uppbyggileg. Við gerum okkar allra besta til að mæta þínum þörfum af virðingu og af alúð, og við treystum á að sú virðing sé gagnkvæm.

Við viljum ítreka að starfsfólk okkar á aldrei að þurfa að sitja undir ósæmilegri hegðun, ókurteisi eða niðrandi orðbragði. Slík framkoma verður ekki liðin og getur leitt til þess að viðskiptasambandi sé rift.

Við áskiljum okkur rétt til að slíta viðskiptasambandi tafarlaust – án frekari útskýringa – ef samskipti eða framkoma brjóta gegn siðareglum okkar.

Við tökum afdráttarlausa afstöðu gegn hvers kyns hótunum, netníði eða annarri ósæmilegri hegðun. Slík framkoma getur leitt til lögfræðilegra viðbragða og hugsanlegra skaðabótakrafna.

Verði einhver klása í þessum kafla um siðareglur brotin, teljast viðskiptum að fullu lokið án inneignar eða endurgreiðslu.

7. Trúnaður og gagnavernd

Við leggjum mikla áherslu á traust og trúnað í öllum samskiptum við viðskiptavini okkar. Öryggi og trúnaður eru hornsteinar þeirrar persónulegu og faglegu þjónustu sem við veitum.

Starfsfólk The House of Beauty er bundið þagnarskyldu varðandi allar persónulegar upplýsingar sem fram koma í samskiptum eða meðferðum – hvort sem þær tengjast heilsu, líðan, útliti eða öðrum viðkvæmum atriðum.

Viðskiptavinir eru jafnframt beðnir um að virða trúnað varðandi aðra viðskiptavini og þær upplýsingar sem þeir kunna að verða vitni að fyrir tilviljun.

Meðhöndlun mynda og heilsufarsupplýsinga

Við söfnum og meðhöndlum viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem heilsufarsupplýsingar og ljósmyndir (t.d. fyrir-/eftirmyndir), í þeim tilgangi að veita örugga, faglega og árangursríka þjónustu. Slíkar upplýsingar eru nýttar til að fylgjast með þróun og árangri meðferða, aðlaga meðferðarplön að þörfum hvers og eins, og stuðla þannig að sem bestum niðurstöðum.

Allar persónuupplýsingar sem við söfnum, varðveitum og vinnum með eru meðhöndlaðar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem og reglugerð Evrópusambandsins (ESB) 2016/679 (GDPR). Upplýsingarnar eru eingöngu nýttar til að veita markvissa, faglega og einstaklingsmiðaða þjónustu, með það að leiðarljósi að hámarka árangur og vellíðan hvers og eins viðskiptavinar.

Ljósmyndir sem teknar eru til að fylgjast með framgangi meðferða teljast hluti af faglegri skjalfestingu. Séu slíkar myndir teknar, samþykkir viðskiptavinur varðveislu þeirra í faglegum tilgangi – í þágu árangurs og gæða meðferðarinnar.

Öll gögn eru geymd ótímabundið á öruggan hátt með aðgangsstýringu og dulkóðun þar sem við á, og eru einungis aðgengileg þeim fagaðilum sem koma að þjónustu við viðskiptavininn.

Viðskiptavinir eiga ávallt rétt á að óska eftir leiðréttingu eða eyðingu sinna gagna.

8. Skilmálar

The House of Beauty áskilur sér rétt til að uppfæra skilmála, og mun tilkynna slíkt með tölvupósti.

Þessir skilmálar munu eiga við allar meðferðir og kort sem ég versla og/eða undirgengst hjá The House of Beauty þar til annað er sérstaklega tekið fram.

-----

English:

Terms and conditions for treatments and packages
at  The House of Beauty


This website is owned by The House of Beauty. All text on the site is owned by us and tied to copyright law.

By purchasing and/or beginning a treatment program and/or receiving treatments at The House of Beauty, the undersigned confirms that they have reviewed and accepted the following terms and conditions.

1. Appointments and Cancellations

The client understands that when purchasing treatments, cards, or packages, there may be a waiting period for available appointments and to begin the treatment program. To ensure the best possible progress and results, it is important to book sessions well in advance, and the client is responsible for doing so. At The House of Beauty, we are always ready to assist with bookings and planning of the treatment program, and we encourage all clients to book a consultation to start with so we can set up a well structured program.

  • Cancellations and No-Show Fee

    Appointments must be canceled at least 18 hours in advance. If an appointment is not canceled within the required timeframe or the client fails to attend, a no-show fee will apply: 50% of the single session price, up to a maximum of ISK 15,000. The no-show fee will be sent to the client’s online bank account.

This policy is in place to respect everyone’s time and to ensure appointment availability for other clients.

How to Cancel

We want to make it as easy as possible for you to manage or modify your appointments:

You can cancel or change your appointment using one of the following methods:

📞 By Phone
Call us at our service center at tel number 416-1080 during the following hours:

  • Weekdays: 08:00–19:00

  • Saturdays: 10:00–18:00

  • Sundays: 12:00–18:00

💻 Online – Before Cancellation Window Closes
Cancel or change your appointment online anytime, as long as it's within the cancellation window, by the following ways:

🔗 Visiting our booking page:
Log into your account at: www.thehouseofbeauty.is/pages/bokadu-tima-1

There you can:

  • View bookings and credit

  • Book new appointments

  • Modify or cancel existing bookings

If you don't yet have an account, you can easily create one by going through the “Signup” at the top of the booking page and using the email associated with your appointments.
Note: In most cases, we need to manually activate your account for full access. Request this by emailing connect@thehouseofbeauty.is or informing us at your next visit.

📩 Via Confirmation or Reminder Emails
Use the cancellation link in your appointment confirmation email or reminder email (sent 24 hours before your session).

We do not accept cancellations via email, SMS, or social media.


Consultations, Measurements, and Photography

Consultation for Existing Clients
Clients currently in a treatment program receive consultations, measurements, and photography as part of the service process, free of charge.

Consultation for New Clients
For new clients who haven’t previously purchased treatments, the first consultation carries a fee. This amount will be fully deducted from the treatment cost if purchased within the same day.

Canceling a Consultation
Consultations must be canceled at least 18 hours in advance.
Failure to do so or not attending results in a ISK 5,000 no-show fee, sent to the client’s online bank.

Booking Notifications
The House of Beauty sends appointment reminders via email and SMS the day before your scheduled appointment. These are a courtesy service. Clients must not rely solely on these reminders and are fully responsible for keeping track of their bookings and attending on time—whether the appointment was booked by them or by our staff.

Cancellations by Us
If a practitioner cannot fulfill a booked appointment, we will notify you via phone call, email, and/or SMS.
We will do our best to reschedule your appointment at the earliest opportunity.

Clients may also choose to:

  • Add the session to the end of their treatment program

  • Reschedule at the next available visit

Arrival and Attendance

  • We encourage our clients to arrive at least 5 minutes before the scheduled appointment to avoid disrupting the schedule.

  • In the case a client shows up late, the treatment time will be shortened accordingly.

  • If more than half the session is missed, we are not able to perform the treatment and a no-show fee will apply.

2. Responsibility and Results

Clients authorize the staff of The House of Beauty to perform treatments without guarantee of outcome, results, or effect.

Results vary individually and depend not only on the treatments but also on the client’s condition, lifestyle, and participation. The process is a partnership between the client and The House of Beauty.

We do not guarantee results, as they depend on multiple factors outside our control.

Risk factors that may reduce effectiveness include but are not limited too:

  • Smoking

  • Alcohol consumption on the day of or within 48 hours after treatment

  • High-fat diet on the day of or after treatment

  • Arthritis, pain, and inflammation in the body

  • Sluggish lymphatic system

  • Unhealthy or unstable lifestyle

  • Regular use of pain medication

3. Clothing and Physical Reactions

Clients must wear underwear. Nudity is prohibited during treatments, except in tanning booths.
Silk treatments require a special suit worn over underwear provided by us.

Treatments involving negative pressure (e.g. Silk and UltraBody) may cause bruising, especially early in the program or when inflammation/blockages are present. This is temporary and usually disappears within 2–3 days.

4. Health Conditions

We prioritize client safety and well-being.
Clients must cancel within the allowed window if health conditions require it. Please consult our staff if unsure whether treatment is suitable.

We recommend postponing treatments involving suction (e.g. Silk and UltraBody) if:

  • You have used anti-inflammatory or blood-thinning medications within the past 48 hours.

  • If these medications are taken because of it´s necessary, treatment may only proceed with our full awareness and consent.

UltraBody treatments must be postponed if:

  • You are taking antibiotics (wait until finished)

  • You are taking steroids (wait 2 weeks after ending use)

  • You’ve had a vaccination (wait 30 days)

  • The treatment area has been recently laser-treated (e.g. hair removal – wait 2 weeks)

  • You’ve received Botox® in the area (wait 3 months) or dermal fillers in the treatment area (wait 2 weeks)

  • You’ve used hair removal creams on the area in the past 7 days

  • You’ve had surgery (wait 6 months unless minor, then per our specialist’s discretion)

We also recommend delaying UltraBody treatments if:

  • You are on your period (slows lymphatic system, reduces results)

  • The treatment area was recently waxed

  • There is sunburn on the treatment area

Medical Clearance Required

Clients with pacemakers, or who are pregnant or breastfeeding, must obtain medical clearance before undergoing treatment. If treatment proceeds, it is at the client’s own risk.

Following childbirth or surgery, wait at least 3 months before starting treatments—or 6 months for fat reduction, unless otherwise approved by us.

The client confirms they will follow the above health-related guidelines and notify staff of any changes.

The House of Beauty is not liable for side effects or accidents, unless due to gross negligence or equipment malfunction.

5. Validity, Use of Treatments, and Refunds

Refunds:
Treatments and packages purchased during special promotions are non-refundable after the offer period has ended, unless they were purchased through The House of Beauty's online store. In such cases, a cancellation and full refund may be requested within 14 days of purchase.

Treatments or packages purchased on-site (at the clinic) may be canceled and refunded within 14 days of purchase. If any treatments have already been used from a package or treatment card, their value will be deducted from the refund according to the current full-price service menu, based on the number of sessions used.

Transfers and Changes:
Clients are allowed to gift or transfer sessions or packages registered under their name to another individual, provided it is a non-subscription service and that written notice is sent to: connect@thehouseofbeauty.is.

It is also permitted to change the type of treatment within an already purchased package or card. In such cases, the original sessions will count toward the new package, and the client will pay any price difference if applicable.

Validity:
Treatments, cards, and packages are valid for 3 years from the date of purchase, unless otherwise specified – for example, in the case of limited-time offers or subscription agreements.

6. Client and Staff Code of Respect

We value mutual respect, trust, and a positive atmosphere in everything we do.
Our goal is to create an environment where both clients and staff feel safe, welcome, and professionally supported through solution-oriented communication.

Clients and staff share responsibility for ensuring respectful, polite, and constructive communication. We will always strive to meet your needs with care and professionalism and trust that this respect is mutual.

We emphasize that our staff must never endure inappropriate behavior, rudeness, or disrespect.
Such conduct will not be tolerated and may result in termination of the client relationship.

We reserve the right to immediately end any business relationship without further explanation if conduct violates our code of ethics.

We take a zero-tolerance approach to threats, online harassment, or other inappropriate behavior. This may lead to legal action and claims for damages.

If any clause in this section is breached, the client relationship is considered fully terminated without refund or remaining credit.

7. Confidentiality and Data Protection

We place great emphasis on trust and confidentiality in all client interactions.
Privacy and security are the foundation of our professional and personalized service.

All The House of Beauty staff are bound by confidentiality regarding any personal information obtained during treatments or communication—including health, well-being, appearance, or other sensitive topics.

Clients are also expected to respect the privacy of other clients and any information they may accidentally witness.

Use of Images and Health Information
We collect and process sensitive personal data, including health information and photographs (e.g. before/after photos), for the purpose of providing safe, professional, and results-driven services.

Such data helps track treatment progress, tailor treatment plans, and ensure the best possible results.

All data is handled in accordance with Icelandic Act No. 90/2018 on data protection and EU Regulation (GDPR) 2016/679.
Information is used solely to provide targeted, professional, and personalized care that maximizes outcomes and well-being.

Photographs taken to monitor treatment progress are considered part of professional documentation. By having these photos taken, the client consents to their storage for professional use only in support of treatment quality and results.

All data is stored securely and indefinitely with access controls and encryption, where applicable, and is only accessible to qualified professionals involved in client care.

Clients always have the right to request correction or deletion of their data.

8. Terms

The House of Beauty reserves the right to update these terms and will notify clients by email if changes occur.

These terms shall apply to all treatments and packages I purchase and/or undergo at The House of Beauty, unless otherwise specifically stated.