Ég er ekki viss hvaða meðferð eða meðferðarpakki henti mér, er hægt að fá ráðgjöf með valið?

Já við bjóðum uppá ráðgjöf sem er alltaf fyrsta skrefið þitt hjá okkur en þá fer sérfræðingur yfir markmiðin þín með þér ásamt heilsufari og kemur með  tillögu af sérsniðnu meðferðarprógrammi sem hentar þér. Bókaðu þér tíma í ráðgjöf hér


Hvernig breyti ég eða afbóka tíma?

Við viljum gera þér sem auðveldast að halda utan um tímana þína og breyta þeim þegar þess þarf.

Þú getur afbókað eða breytt bókun með einni af eftirfarandi leiðum:

📞 Símleiðis
Hringdu í þjónustuverið okkar í síma 416-1080 á opnunartíma:

  • Virka daga: kl. 08:00–19:00

  • Laugardaga: kl. 10:00–18:00

  • Sunnudaga: kl. 12:00–18:00

💻 Rafrænt – áður en afbókunarfrestur rennur út:

  • Farðu inn á notandaðganginn þinn á bókunarsíðunni HÉR
    Þar getur þú:

    • Skoðað bókanir og inneignir

    • Bókað nýjan tíma

    • Breytt eða afbókað tíma.  (Ef þú ert ekki með aðgang geturðu auðveldlega stofnað þinn aðgang með því að velja „Signup“ efst í hægra horninu á bókunarsíðunni hér)

📩 Í gegnum staðfestingar- eða áminningarpóst:
Þegar þú færð póst frá okkur með staðfestingu eða áminningu (24 tímum fyrir tímann þinn) geturðu smellt á afbókunarhnappinn þar og stjórnað bókuninni þinni beint.

⚠️ Mikilvægt:
Við getum því miður ekki tekið við afbókunum með tölvupósti, SMS eða í gegnum samfélagsmiðla því það getur auðveldlega farið framhjá okkur.

Fyrir hverja er Lipomassage Silkligth meðferðin?

Meðferðin er ætluð körlum jafnt sem konum sem hafa appelsínuhúð og/eða eru í vandræðum með viss svæði húðarinnar/líkamans. Meðferð á körlum er aðallega beitt gegn ,,síðuhandföngum" og öðrum erfiðum svæðum. Meðferð á konum beinist hins vegar oftast að aftanverðum lærum, handleggjum og rassi, þó ávalt sé farið yfir allan líkamann í hverri meðferð. Að auki hefur Lipomassage notið mikilla vinsælda hjá gigtarsjúklingum þar sem hún losar um bólgur, stíflur og bjúg og heldur með þeim hætti verkjum viðkomandi niðri.


Hvað er VelaShape?

VelaShape II meðferðin samanstendur af Bi-Polar hljóðbylgjum (RF), Infrarauðum ljósgeisla, neikvæðum þrýstingi og rafmagnsnuddi sem dreifir markvisst hita niður í fitulag húðarinnar. Samsetning þessarar orku örvar niðurbrot á fitu, eykur hreinsun í sogæðakerfi líkamans, eykir framleiðslu og kollageni og elastin í húð auk þess sem fitufrumur minnka. Árangurinn verður ummálsminnkun á meðferðar svæði, minnkun á appelsínuhúð, húðin verður þéttari, sléttari og útlínur líkamans betur mótaðar.

Henta meðferðirnar ykkar almennt öllum?

Stutta svarið er, Nei. Við bjóðum uppá árangursríkar meðferðir sem vinna gríðarlega vel á ýmsu svo sem staðbundinni fitu, slappri húð, bólgum og bjúg, slitum og fleira en   meðferðirnar okkar henta ekki fyrir:

- Þá sem eru að leita af leið til að missa ákveðin fjölda af kílóum:
Fókusinn hjá okkur er ekki að viðskiptavinir missi ákveðin fjölda kílóa heldur aðstoðum við að vinna á staðbundnum breytingum sem frekar er hægt að sjá með berum augum og á myndum. En þó er það oft aukaverkun að missa kíló þegar verið er í meðferðarprógrammi hjá okkur, en það er persónubundið.

- Þá sem eru að leita af "quick fix" til að grennast núna:
Við erum reglulega að sjá undraverðan árangur á mjög skömmum tíma en árangur hvers og eins er mismunandi og ábyrgjumst við ALDREI árangur með nokkrum hætti.
Við aðstoðum okkar viðskiptavini til að ná hámarks árangri enda tala árangursmyndir okkar viðskiptavina sínu máli. Við vinnum með fólki og ef tiltekin meðferð er ekki að sýna nægilegan árangur er meðferðarplani viðkomandi breytt sé þess óskað af því að ÞINN ÁRANGUR ER ÁVALLT OKKAR MARKMIÐ. En þeir sem eru með óraunhæfar væntingar og eru ekki tilbúnir til að vinna með okkur að þeirra markmiðum og axla ábyrgð á eigin árangri henta ekki sem okkar viðskiptavinir.

- Þá sem eru ekki tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og axla ábyrgð á eigin árangri:
Árangur byggist á samstarfi meðferðanna og viðskiptavinar. Við getum ekki ábyrgst það sem hver og einn gerir heima hjá sér. Það er því mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum frá okkur svo hármarksárangur náist. Ef þú ert ekki tilbúin til að leggja þitt af mörkum til að ná tilskyldum árangri og axla ábyrgð á sjálfum þér heldur ert að leita af sökudólg til að geta kennt um þitt líkamlega form þá viljum við benda þér á að leita annað.


Hverjar eru reglur með tímabókanir og afbókanir hjá ykkur?

Það eru vinsamleg tilmæli að tímar séu afbókaðir með 18 tíma fyrirvara svo hægt sé að fylla uppí tímann. Ef tími er afbókaður innan 18 tíma færðu sent skrópgjald í heimabankann þinn sem nemur 50% af stökum tíma. 

Hverjar eru reglur með endurgreiðslur hjá ykkur?

Meðferðir eða kort sem versluð eru á tilboðum eru ekki endurgreidd eftir að tilboði lýkur.
Meðferðir eða kort eru eingöngu endurgreidd innan 14 daga frá kaupum hafi það ekki verið keypt á tilboði. Ef byrjað er að nýta kortið á þessum 14 dögum dragast tímarnir frá sem nýttir hafa verið.

Má ég gefa kortið mitt eða lána tíma af því?

Já það er lítið mál að nafnabreyta kortum sé þess óskað eða bjóða öðrum tíma af þínu korti. Til þess að gera það þá þarf að senda póst á connect@thehouseofbeauty.is og óska eftir breytingu.
Ekki er að hægt að nafnabreyta áskriftum.

Hver er gildistíminn á kortum hjá ykkur?

Kortin hjá okkur gilda í 3. ár frá kaupdegi. 

 
Er eitthvað sem hefur áhrif á virkni meðferðanna?

Já t.d. geta reykingar, mikil áfengisneysla, gigt, stíflað sogæðakerfi og óheilbrigður lífstíll dregið úr árangri meðferðanna.

Ef að meðferðin sem ég keypti hentar mér ekki en mig langar í aðra meðferð hjá ykkur má ég þá breyta kortinu mínu?

Já við viljum að allir okkar viðskiptavinir séu í meðferðum sem hentar þeim best og stundum eru keyptar meðferðir sem henta svo ekki viðkomandi. Þá er lítið mál að breyta kortinu í aðra meðferð sé innan þriggja mánaða frá kaupdegi og er þá reiknaða út hve margir tímar í nýju meðferðina þú færð fyrir sömu upphæð og þú verslaðir fyrra kortið. Þeir tímar sem nýttir hafa verið dragast frá upphæðinni sem fer uppí nýar meðferðir.
Ekki er hægt að breyta meðferðum í aðrar eftir að þrjá mánuði frá kaupum.

Hvaða greiðslumöguleika bjóðið þið uppá?

Möguleiki að greiða með öllum helstu kortum og netgíró ef keyptar eru meðferðir hér á netversluninni en einnig bjóðum við uppá raðgreiðslur á kreditkort bæði hér á vefnum og hjá okkur á staðnum. Allar ofantaldar leiðir eru í boði hjá okkur á staðnum ásamt því að við bjóðum uppá Pei.

Hvernig er opnunartíminn hjá ykkur?

Við höfum ekki auglýstan opnunartíma heldur fer það eftir bókunum og meðferðaraðilum en algengt er að það sé hægt að bóka tíma frá 8 á morgnana til 21 á kvöldin á virkum dögum og frá 9-18 á laugardögum.

Hvernig virkar UltraBody Contour meðferðin?

Meðferðin vinnur þríþætt á líkamanum með því að brjóta niður óæskilega fitu úr fitufrumunum og annaðhvort flytja hana yfir á rassinn (í Buttlift meðferðinni) til að auka ummálið eða vinna hana út úr líkamanum í gegnum sogæðakerfið ásamt því að hún þéttir lausa húð, bætir áferð húðar og mótar líkamann.

Hvað þarf að líða langt á milli meðferða?

Til að ná sem bestum árangri er ráðlagt að láta líða að minnsta kosti 7 daga á milli meðferða. Almennt er að meðferðirnar séu teknar með 7-10 daga millibili. Ekki er mælt með að láta líða meira en tvær vikur á milli meðferða til að tilætlaður árangur náist.


Hvað verður um fituna þegar unnið er á staðbundinni fitu?

Fitufrumurnar eru ennþá til staðar eftir meðferðina en tæknin gerir það að verkum að fitufruman mun tæma innihald sitt. Innihaldið í fitufrumunum samanstendur af vatni, glýseróli (sykur) og fríum fitusýrum. Eftir meðferð frásogast glýserólið eða sykurinn. Vatnið ber svo fríu fitusýrurnar í gegnum sogæðakerfið, í gegnum nýrun og lifrina og flyst hún síðan út úr líkamanum með svita, þvagi og úrgangi.

Munu sentimetrarnir sem ég losna við haldast eftir að meðferðarprógrammi er lokið?

Í meðferðinni erum við ekki að fjarlægja fitufrumurnar heldur minnka innihaldið í þeim svo eftir situr lítil og tæmd fitufruma og þar af leiðandi minna ummál, alveg eins og gerist þegar um náttúrulegt fitutap er að ræða. Það fer því aðallega eftir lífsstílnum þínum, ef þú heldur heilbrigðum lífstíl og mataræði þá mun árangurinn haldast, ef ekki þá er hætta á að fitufruman fyllist aftur af fitu með tímanum eins og myndi gerast með hefðbundnu fitutapi. Stundum getur verið ráðlagt að koma í eina viðhalds meðferð á 2-3 mánaða fresti til að viðhalda árangri.

Hvað mun ég þurfa mörg skipti?

Fjöldi skipta fer eftir hve miklum árangri þú vilt ná fram og svæðinu sjálfu, hversu mikið þú þarft til að ná markmiðum þínum. Við getum ráðlagt þér persónulega í ráðgjöf hjá okkur til að gefa þér áætlaðan fjölda.
Að meðaltali þá er heildar meðferðarprógramm fyrir meðalmanneskju á milli 6-9 skipti fyrir undirhöku og 8-12 skipti fyrir öll önnur svæði sem tekin eru með viku til tíu daga millibili, svo að tilætluðum árangri sé náð. Færri skipti væru ekki talin sem heilt meðferðarprógramm og myndu því líklega ekki gefa tilætlaðan árangur. Ef að færri tímar eru teknir í upphafi getur viðkomandi átt von á því að þörf sé á að bæta við fleiri skiptum til að ná tilætluðum árangri og klára þar af leiðandi prógrammið.

Hvenær byrja ég að sjá árangur þegar prógrammið er byrjað?

Sjáanlegur árangur kemur að öllu jöfnu fram eftir tíma þrjú til fjögur í meðferðarprógramminu þrátt fyrir að ummálsminnkun á svæðinu megi yfirleitt sjá frá fyrsta tíma.

Húðþétting tekur að öllu jöfnu lengri tíma að fá sjáanlegan árangur heldur en þegar niðurbrot fitu er annarsvegar. Kollagen og elastin framleiðsla húðarinnar hefst um 8 dögum eftir fyrstu meðferð og heldur virknin svo áfram í 8 vikur eftir meðferð, því er endanlegur árangur meðferðar á húð komin fram u.þ.b. 2 mánuðum eftir að meðferðarprógrammi líkur. 


Af hverju fá sumir meiri árangur en aðrir?

Við erum eins misjöfn og við erum mörg og líkami okkar bregst mismunandi við tækninni. Þar sem við erum að vinna með lifandi frumur, þá getum við aldrei sagt nákvæmlega fyrir  um það hvernig hver og einn bregst við meðferðinni og hversu hratt.

 Hjá sumum sjáum við árangurinn koma gríðarlega hratt á meðan það getur tekið lengri tíma hjá öðrum. Bara alveg eins og þegar fitutap verður með hefbundnum hætti með hreyfingu og mataræði, það gengur bara hraðar hjá sumum. Þarna kemur líka inní hvort sogæðakerfið sé að vinna hratt og vel ásamt öðrum líkamlegum þáttum og auðvitað lífsstíl líka.

Við reynum þó eftir bestu getu að finna út áður en meðferðarprógramm hefst hvort það sé eitthvað hjá viðkomandi sem geti dregið úr árangri með heilsufarsskýrslu, og spurningarlista til að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir ef þarf til að sá hinn sami nái tilætluðum árangri. 

Ef fitusöfnun er lítil á meðferðarsvæðinu og verið að fínpússa svæðið þá missir sá hinn sami færri teljanlega sentimetra í heild á svæðinu í meðferðarprógramminu sínu heldur en ef um meiri fitusöfnun væri að ræða. Að auki sem sjáanlegur árangur er ekki eins áberandi eins og þegar viðkomandi hefur meiri fitu fyrir meðferðina til að fjarlægja. Það er einfaldlega bara minni fita til að taka og því minna ummál til að missa. 

Að sama skapi ef fitusöfnun er töluvert mikil á meðferðarsvæðinu þá getur verið að viðkomandi þurfi fleiri skipti en 8-12 skipti sem er meðaltalið til að ná tilskyldum árangri. 

Ef þér finnst árangurinn vera öðruísi eða hægari en hér er talað um þá viljum við heyra það og reyna að finna út með þér hvað veldur. Við erum líka með allskyns góð ráð sem geta hjálpað til og getum við þá sem dæmi aðstoðað sogæðakerfið að vinna hraðar með því að bæta inn öflugu sogæðameðferðinni okkar í prógrammið þitt og fleira.


Ef eitthvað af eftirfarandi á við hjá þér er þér ráðlagt frá því að fara í UltraBody meðferð:

- Ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti
- Ef það eru hjartavandamál eða sjúkdómar
- Ef þú ert með ómeðhöndlaðan háan blóðþrýsting
- Krabbamein eða í krabbameinsmeðferð
- Nýrnaskemmdir, sjúkdómar eða vandamál
- Lifrarskemmdir, sjúkdómar eða vandamál
- Blóðsjúkdómur, áverkar eða sár 
- Aðskotahlutur úr plasti eða málmi á meðferðarsvæðinu
- Húðsjúkdómar eins og exem, húðbólga eða útbrot á meðferðarsvæðinu
- Gangráður eða annað sambærilegt 
- Fyllingarefni eða bótox á meðferðarsvæðinu