Ég er ekki viss hvaða meðferð eða meðferðarpakki henti mér, er hægt að fá ráðgjöf með valið?
Já við bjóðum uppá mælingu og ráðgjöf þér að kostnaðarlausu en þá fer meðferðaraðili yfir markmiðin þín með þér og ráðleggur þér með meðferðir og prógramm sem hentar þér best.
Bókaðu þér tíma í mælingu og ráðgjöf hér
Fyrir hvern er Fitform Professional?
Fitform Professional hentar sérstaklega vel við að móta, stinna og styrkja vöðva. Meðferðin er með djúpri rafleyðni og hefur reynst vel til að byggja upp magavöðva, lærvöðva og rassvöðva.
Hverjum hentar Laser Lipo meðferðin?
Laser Lipo er fyrir konur jafnt sem karla sem eru almennt við góða heilsu, ekki í mikilli yfirþyngd en vilja vinna á staðbundinni fitu sem fer ekki með hefðbundnu mataræði og æfingum.
Fyrir hverja er Lipomassage Silkligth meðferðin?
Meðferðin er ætluð körlum jafnt sem konum sem hafa appelsínuhúð og/eða eru í vandræðum með viss svæði húðarinnar/líkamans. Meðferð á körlum er aðallega beitt gegn ,,síðuhandföngum" og öðrum erfiðum svæðum. Meðferð á konum beinist hins vegar oftast að aftanverðum lærum, handleggjum og rassi, þó ávalt sé farið yfir allan líkamann í hverri meðferð. Að auki hefur Lipomassage notið mikilla vinsælda hjá gigtarsjúklingum þar sem hún losar um bólgur, stíflur og bjúg og heldur með þeim hætti verkjum viðkomandi niðri.
Hvað er VelaShape?
VelaShape II meðferðin samanstendur af Bi-Polar hljóðbylgjum (RF), Infrarauðum ljósgeisla, neikvæðum þrýstingi og rafmagnsnuddi sem dreifir markvisst hita niður í fitulag húðarinnar. Samsetning þessarar orku örvar niðurbrot á fitu, eykur hreinsun í sogæðakerfi líkamans, eykir framleiðslu og kollageni og elastin í húð auk þess sem fitufrumur minnka. Árangurinn verður ummálsminnkun á meðferðar svæði, minnkun á appelsínuhúð, húðin verður þéttari, sléttari og útlínur líkamans betur mótaðar.
Henta meðferðirnar ykkar almennt öllum?
Stutta svarið er, Nei. Við bjóðum uppá árangursríkar meðferðir sem vinna gríðarlega vel á ýmsu svo sem staðbundinni fitu, slappri húð, bólgum og bjúg, slitum og fleira en meðferðirnar okkar eru ekki fyrir:
- Þá sem eru að leita af leið til að missa ákveðin fjölda af kílóum:
Fókusinn hjá okkur er ekki að viðskiptavinir missi ákveðin fjölda kílóa heldur aðstoðum við að vinna á staðbundnum breytingum sem frekar er hægt að sjá með berum augum og á myndum. En þó er það oft aukaverkun að missa kíló þegar verið er í meðferðarprógrammi hjá okkur, en það er persónubundið.
- Þá sem eru að leita af "quick fix" til að grennast núna:
Við erum reglulega að sjá undraverðan árangur á mjög skömmum tíma en árangur hvers og eins er mismunandi og ábyrgjumst við ALDREI árangur með nokkrum hætti.
Við aðstoðum okkar viðskiptavini til að ná hámarks árangri enda tala árangursmyndir okkar viðskiptavina sínu máli. Við vinnum með fólki og ef tiltekin meðferð er ekki að sýna nægilegan árangur er meðferðarplani viðkomandi breytt sé þess óskað af því að ÞINN ÁRANGUR ER ÁVALLT OKKAR MARKMIÐ. En þeir sem eru með óraunhæfar væntingar og eru ekki tilbúnir til að vinna með okkur að þeirra markmiðum og axla ábyrgð á eigin árangri henta ekki sem okkar viðskiptavinir.
- Þá sem eru ekki tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og axla ábyrgð á eigin árangri:
Árangur byggist á samstarfi meðferðanna og viðskiptavinar. Við getum ekki ábyrgst það sem hver og einn gerir heima hjá sér. Það er því mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum frá okkur svo hármarksárangur náist. Ef þú ert ekki tilbúin til að leggja þitt af mörkum til að ná tilskyldum árangri og axla ábyrgð á sjálfum þér heldur ert að leita af sökudólg til að geta kennt um þitt líkamlega form þá viljum við benda þér á að leita annað.
Hverjar eru reglur með tímabókanir og afbókanir hjá ykkur?
Það eru vinsamleg tilmæli að tímar séu afbókaðir með 12 tíma fyrirvara svo hægt sé að fylla uppí tímann. Ef tími er afbókaður innan 12 tíma dregst hálfur tími af kortinu þínu. Ef tími er ekki afbókaður með amk 3ja tíma fyrirvara dregast heill tími af kortinu þínu.
Hverjar eru reglur með endurgreiðslur hjá ykkur?
Meðferðir eða kort sem versluð eru á tilboðum eru ekki endurgreidd eftir að tilboði lýkur.
Meðferðir eða kort eru eingöngu endurgreidd innan 14 daga frá kaupum hafi það ekki verið keypt á tilboði. Ef byrjað er að nýta kortið á þessum 14 dögum dragast tímarnir frá sem nýttir hafa verið.
Má ég gefa kortið mitt eða lána tíma af því?
Já það er lítið mál að nafnabreyta kortum sé þess óskað eða bjóða öðrum tíma af þínu korti.
Hver er gildistíminn á kortum hjá ykkur?
Kortin hjá okkur renna ekki út og er því engin gildistími á þeim.
Er eitthvað sem hefur áhrif á virkni meðferðanna?
Já t.d. geta reykingar, mikil áfengisneysla, gigt, stíflað sogæðakerfi og óheilbrigður lífstíll dregið úr árangri meðferðanna.
Ef að meðferðin sem ég keypti hentar mér ekki en mig langar í aðra meðferð hjá ykkur má ég þá breyta kortinu mínu?
Já við viljum að allir okkar viðskiptavinir séu í meðferðum sem hentar þeim best og stundum eru keyptar meðferðir sem henta svo ekki viðkomandi. Þá er lítið mál að breyta kortinu í aðra meðferð og er þá reiknaða út hve margir tímar í nýju meðferðina þú færð fyrir sömu upphæð og þú verslaðir fyrra kortið. Þeir tímar sem nýttir hafa verið dragast frá upphæðinni sem fer uppí nýar meðferðir.
Hvaða greiðslumöguleika bjóðið þið uppá?
Möguleiki að greiða með öllum helstu kortum og netgíró ef keyptar eru meðferðir hér á netversluninni en einnig bjóðum við uppá raðgreiðslur á kreditkort bæði hér á vefnum og hjá okkur á staðnum. Allar ofantaldar leiðir eru í boði hjá okkur á staðnum ásamt því að við bjóðum uppá Pei.
Hvernig er opnunartíminn hjá ykkur?
Við höfum ekki auglýstan opnunartíma heldur fer það eftir bókunum og meðferðaraðilum en algengt er að það sé hægt að bóka tíma frá 8 á morgnana til 23 á kvöldin á virkum dögum og frá 9-18 um helgar.
Hvernig er best að ég bóki tímana?
Við mælum með að einhver af eftirfarandi leiðum sé notuð við að bóka tímana:
Velashape og Lipomassage Silkligth:
1-2x í viku Velashape og Lipomassage Silklight. Þá er gott að byrja í VelaShape og fara beint í Lipomassage, eða öfugt.
Totally Laser Lipo og fitform eða LED:
2x í viku Totally Laser Lipo, það er gott að taka annaðhvort fitform beint á eftir eða LED húðmeðferðina, fer eftir pakkanum þínum. ATH! Það verða að líða 72 tímar á milli meðferða í Totally Laser Lipo. Því er oft gott að byrja vikuna á lasernum og enda vikuna líka á lasernum.
Þegar bókað er með styttri fyrirvara en 2-3 vikur getur verið erfitt að fá tímana samansetta eins og hér að ofan. Þá er um að gera að koma í staka tíma til að byrja með en bóka svo samsetta tíma fram í tímann.