4.900 kr
Mystic Tan er
Við hjá The House of Beauty bjóðum uppá Mystic Tan Brúnkumeðferð sem fram fer í sjálfvirku brúnkuklefa. Brúnkuklefinn okkar er einnar sinnar tegundar á landinu og þekktur fyrir að gefa einstaklega fallegan og jafnan lit.
Meðferðin tekur í heild sinni 10-15 mínútur en þú ert aðeins í um 3-4 mínútur í klefanum sjálfum.
Klefinn talar við þig og þú fylgir númerum á gólfinu sem þú stendur á, á meðan klefinn spreyjar þig í fjórar mismunandi áttir, svo að útkoman verði eins jöfn og best verður á kosin.
Mystic Tan brúnkuklefinn er leyndarmál stjarnanna til að halda fallegri brúnku allt árið um kring.
Hvernig litir eru í boði?
Hægt er að velja um mismunandi liti og aðstoðum við þig við að finna lit sem hentar þínum húðlit best. Að auki fylgir einn booster hverri meðferð en boosterinn bústar upp litinn og gerir það að verkum að þú sérð litin strax. Svo heldur liturinn áfram að dökkna næstu 12 tímana en endanlegur litur er ekki kominn fyrr en eftir 12 tíma og eina sturtu.
Hvað endist liturinn lengi?
Liturinn endist í 3-7 daga!
Möguleiki að greiða með öllum kortum og netgíró hér á netversluninni og hjá okkur á stofunni í Fákafeni 9 en einnig er möguleiki að kaupa meðferðir og pakka með raðgreiðslum á kreditkort og dreifa greiðslum kortalaust með pei og er það þá gert hjá okkur á staðnum.