Nánari lýsing
Netráðgjöf – Sparaðu þér sporin, fáðu sérsniðna ráðgjöf heim að dyrum.
- Viltu spara tíma eða áttu erfitt með að koma til okkar í ráðgjöf?
Nú geturðu bókað netráðgjöf og fengið sérsniðna tillögu af meðferðarprógrammi sem hentar þínum markmiðum senda til þín á þægilegan máta.
Hvernig virkar það?
1️⃣ Þú pantar netráðgjöf og greiðir við pöntun.
2️⃣ Þú færð sent netform sem þú fyllir út með upplýsingum um heilsufar, markmið og óskir.
3️⃣ Þú hleður inn myndum til að sérfræðingurinn geti metið þig.
4️⃣ Sérfræðingur greinir upplýsingarnar og við sendum þér svo í kjölfarið tillögu af sérsniðnu meðferðarprógramm sem hentar þínum óskum ásamt kostnaði.
💻 Fljótlegt, einfalt og þægilegt!
Af hverju þurfum við nákvæmar upplýsingar um heilsufar áður en við útbúum meðferðarprógramm?
Við leggjum mikla áherslu á að sérsníða meðferðarprógröm þannig að þau skili hámarksárangri á öruggan hátt. Til að tryggja þetta þurfum við að fá nákvæmar upplýsingar um heilsufarið þitt áður en við mælum með meðferðum.
Þetta er nauðsynlegt af eftirfarandi ástæðum:
✅ Forðast óþarfa fjárútlát og tímaeyðslu
Við viljum tryggja að þú fáir meðferð sem skilar raunverulegum árangri fyrir þinn líkama. Ef einhverjir þættir gætu dregið úr virkni eða árangri meðferðanna, þá tökum við það með í reikninginn áður en þú byrjar – svo þú sért ekki að eyða tíma og pening í eitthvað sem hentar ekki þínum aðstæðum.
🚫 Sumar meðferðir eru ekki fyrir alla
Það er mikilvægt að ganga úr skugga um að engar heilsufarslegar ástæður hindri þig í að fara í ákveðnar meðferðir. Sumir sjúkdómar, lyf eða undirliggjandi ástand geta útilokað ákveðnar meðferðir eða krafist sérsniðinna aðferða.
🧑⚕️ Meðferðir þurfa að vera sniðnar að líkamsástandi þínu
Líkamlegt ástand fólks er ólíkt, og það skiptir öllu máli þegar meðferðarprógramm er sett saman. 70 ára einstaklingur með gigt og hæg efnaskipti fær ekki sömu ráðleggingar og 25 ára einstaklingur sem æfir fimm sinnum í viku.
Við viljum tryggja að meðferðin passi þínu líkamlega ástandi og lífsstíl.
💧 Líkaminn þarf að geta unnið með meðferðinni
Árangur meðferðanna er háður því hvernig líkaminn bregst við. Ef t.d. sogæðakerfið er ekki nægilega virkt, getur það haft áhrif á getu líkamans til að losa sig við fituna sem við vinnum á. Við þurfum að meta slíkt og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hámarka árangurinn þinn áður en farið er af stað.
👉 Með því að veita okkur réttar upplýsingar frá upphafi tryggjum við að þú fáir meðferðarprógramm sem er bæði öruggt og áhrifaríkt fyrir þinn líkama og markmið!