Við hjá The House of Beauty bjóðum uppá Mystic Tan Brúnkumeðferð sem fram fer í sjálfvirkum brúnkuklefa.
Brúnkuklefinn okkar er einnar sinnar tegundar á landinu og þekktur fyrir að gefa einstaklega fallegan og jafnan lit.
Meðferðin tekur í heild sinni 10-15 mínútur en þú ert aðeins í um 3-4 mínútur í klefanum sjálfum.
Klefinn talar við þig og þú fylgir númerum á gólfinu sem þú stendur á, á meðan klefinn spreyjar þig í fjórar mismunandi áttir, svo að útkoman verði eins jöfn og best verður á kosin.
Mystic Tan brúnkuklefinn er leyndarmál stjarnanna til að halda fallegri brúnku allt árið um kring.
Hvernig litir eru í boði?
Hægt er að velja um mismunandi liti og aðstoðum við þig við að finna lit sem hentar þínum húðlit best. Að auki fylgir einn booster hverri meðferð en boosterinn bústar upp litinn og gerir það að verkum að þú sérð litin strax. Svo heldur liturinn áfram að dökkna næstu 12 tímana en endanlegur litur er ekki kominn fyrr en eftir 12 tíma og eina sturtu.
Hversu löngu eftir brúnkumeðferðina má ég fara í sturtu?
Þú mátt fara í fyrsta lagi eftir 12 tíma en flestir kjósa að fara daginn eftir. Í sturtunni skolast bústerinn af og undir er fallegur litur.
Hvað endist liturinn lengi?
Liturinn endist í 3-7 daga!
Hvernig er best að undirbúa mig fyrir brúnku?
Við mælum með því að þú farir í sturtu og skrúbbir húðina vel. Með því móti ertu að tryggja að liturinn haldist sem lengst. Að auki mælum við með því að þú sért búin að raka/vaxa þig ef það á við. Sturtan 12 tímum eftir meðferð er eingöngu til að skola bústerinn af.
Ef ég er að fara út á laugardagskvöldi og langar að liturinn sé sem fallegastur hvað er mælt með að ég fari löngu áður í klefann?
Við mælum með að þú komir þá á föstudeginum í brúnku.
Hvernig fötum á ég að koma í þegar ég kem í meðferðina?
Best er að koma í einhverju víðu og þægilegu, hinsvegar þá þornar liturinn fljótt og vel og smitast lítið sem ekkert í föt.
Ef ég sef án þess að fara í “eftir” sturtuna festist liturinn þá í sængurfötunum?
Já boosterinn getur smitast þegar folk svitnar í svefni og því mælum við með því að þú sofir í náttfötum til að koma í veg fyrir smit. En liturinn næst svo alltaf úr í þvotti.
Get ég sleppt því að fá lit í andlitið?
Já það er hægt með því að setja hárnetið einnig yfir andlitið. Við mælum samt með því að þú fáir litinn líka í andlitið því liturinn gefur svo fallegt glow.
Hversu löngu eftir meðferð má ég farða mig?
Það er engin regla og sumir farða sig fljótlega á eftir en það er ágætt að leyfa litnum að taka sig aðeins og bíða í amk 2-4 tíma.
Verð ég brún/brúnn inni í lógunum?
Nei áður en þú ferð inn þá færðu hárnet sem passar að hárið fái ekki lit á sig og berð á þig svo kallað “blokk” krem inní lógana, undir iljarnar og í kringum naglaböndin. Með því kemst liturinn ekki á þá staði sem hans er ekki óskað.
Hvað kostar í brúnkuklefann?
Tíminn kostar 4900 kr en svo er hægt að kaupa kort og þá er hver tími ódýrari.
Keyptu þér tíma eða kort í Mystic Tan Brúnkuklefann hér