Um okkur

Um The House of Beauty

Við bjóðum uppá árangursmiklar líkams meðferðir og samsetningu á þeim sem eru einnar sinnar tegundir á landinu.

Meðferðirnar sem í boði eru:

  • VelaShape II
  • LIPOMASSAGE Silk Light
  • Totally Laser Lipo
  • Fit Form
  • Mystic Tan Brúnkumeðferð

Bæði er hægt að kaupa staka tíma og kort í uppáhalds meðferðina þína eða kaupa samsetta MAKE-OVER pakka sem hafa verið settir sérstaklega saman úr öllum okkar frábæru meðferðum með ákveðnum markmiðum og árangri í huga.
Þeir sem velja pakkana njóta líka gríðarlega góðs afsláttar en í pökkunum færðu góðan afslátt af hverri meðferð fyrir sig. Að auki ertu að sameina þessar frábæru meðferðir til að ná mögulegum hámarks árangri.

Hjá okkur er hægt að greiða með kortum, netgíró, Pei og einnig bjóðum við uppá raðgreiðslur.

Það eru vinsamleg tilmæli að allir tímar séu afbókaðir með að lágmarki 12 tíma fyrirvara annars dregst hálfur tími af kortinu þínu, sé tími ekki afbókaður með amk þriggja tíma fyrirvara telst hann sem skróp og dregst tíminn þá að fullu af kortinu þínu sem nýttur tími.


ATH! Afbókun á tímum fer fram með því að skrá þig inn á vefnum okkar hér eða með því að smella á afbókunarlinkin í staðfestingartölvupóstum sem þú færð þegar þú bókar.

Vegna mikilla anna hvetjum við þig til að mæta 5 mínútum fyrr í tímann þinn svo ekki verði seinkunn á dagskrá þar sem meðferðartækin eru í stöðugri notkun.

Ef mætt er seint í tíma þá dregst seinkunin frá tímanum þínum og verður þá ekki hægt að framkvæma fulla meðferð. Ef mætt er þegar meðferðartími er hálfnaður eða meira er því miður ekki hægt að framkvæma meðferðina og telst tíminn þá sem nýttur af kortinu þínu.

 

 

 

SKRÁÐU ÞIG