UM THE HOUSE OF BEAUTY

4.png__PID:ef72c76e-dfe7-4684-8aea-f74a74c5c074
The House of Beauty er líkamsmeðferðarstofa sem segja má að sé sú eina sinnar tegundar hér á landi en hún býður upp á sérhæfð meðferðartæki og heildstæðar lausnir fyrir heilsu og líkamlegt útlit, án skurðaðgerða og inngripa.


Stofan sem er staðsett í Fákafeni 9 uppá annari hæð hefur verið starfandi í hálfan áratug og er eftirsóttur viðkomustaður þeirra sem vilja bæta sjálfstraust, líkamlegt form og heilsu.

lilja.jpg__PID:c3cc28b4-9672-415a-a2a2-d2683540ef72

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er konan á bak við The House of Beauty og stofnaði hún líkamsmeðferðarstofuna í maí 2018.
“Við erum leiðandi í heilsueflandi og mótandi líkamsmeðferðum og erum stöðugt að bæta við okkur nýrri tækni og þekkingu með hraðari þróun í þessum heimi.
Við hjálpum fólki við að bæta heilsuna og auka sjálfstraustið alla daga og það er það mikilvægasta sem við gerum. Jákvæðar árangurssögur hjá okkur í dag skipta hundruðum.“ 
- Sigrún Lilja


SAGAN OKKAR

6.png__PID:c76edfe7-6684-4aea-b74a-74c5c07448ef

 

The House of Beauty má segja að hafi verið lítil stofa þegar hún opnaði dyr sínar í fyrsta sinn þann 1. maí 2018. Með aukinni eftirspurn og eftir því sem jákvæðum reynslusögum fór fjölgandi fór biðlistinn stöðugt að lengjast.

Ákveðið var þá að stækka stofuna þegar húsnæðið við hliðina á losnaði. Við bættum þá við okkur húsnæðinu við hliðina á okkur, fórum í miklar framkvæmdir og stækkun og opnuðum svo á milli í miðri Covid bylgju árið 2020.

1.png__PID:bfc76544-53d0-42e8-b31f-7a1b9e1d5127

Síðan þá höfum við haldið áfram að vaxa jafnt og þétt og bæta við okkur nýjungum. Við erum með opið flesta virka daga langt fram á kvöld ásamt því að hafa opið um helgar.

 

VERÐLAUN

Við erum stolt af því að hafa hlotið verðlaunin "Best Body Shaping Clinic" fyrir 2022 og 2023 frá World Salon Awards.

winner-badge.png__PID:6bde4e4b-3d86-4edd-999b-5e10b63c81d1

17_540x__PID:9d858700-9d57-435e-a20c-d204c2ad688b