Hvað er Totally LASER LIPO?
Laser Lipo er nýjasta meðferðin sem hjálpar fitufrumunni að losa út fitu með laser. Í meðferðinni eru notaðar kaldar laser blöðkur sem opna fitufrumurnar og bræða fituna í fljótandi form sem lekur svo út úr fitufrumunum án allra óþæginda.
Þú einfaldlega liggur með laser blöðkur á þér í 20 mínútur í Totally Laser Lipo án þess að finna fyrir neinu nema mögulega örlitlum hita á meðan laserinn sér um vinnuna.
Eftir meðferðina er mælt með að fara á brennsluæfingu innan við 12 tíma frá meðferð til að hámarka árangur eða fara í Fitform meðferðina okkar beint á eftir.
Þetta er gert til að aðstoða líkamann við að losa fituna út með sogæðakerfinu sem var verið að bræða úr fitufrumunum.
Hvaða svæði er LASER LIPO notað á?
Hverjum hentar Laser Lipo meðferðin?
Laser Lipo er fyrir konur jafnt sem karla sem eru almennt við góða heilsu, ekki í mikilli yfirþyngd en vilja vinna á staðbundinni fitu sem fer ekki með hefðbundnu mataræði og æfingum.
Tæknin?
Í Laser Lipo tækninni eru notaðar 8 stórar og 2 litlar kaldar laser blöðkur sem er raðað á svæðið sem á að meðhöndla. Upphaflega voru þessi tæki þróuð til að hraða gróanda, en tóku læknar þá eftir því að þessi tækni væri einnig að leysa upp fitu í fitufrumunum án sársauka og inngripa. Ólíkt hefðbundnu fitusogi þá tekur Laser Lipo ekki fitufrumurnar heldur leysir upp fituna í þeim og þar af leiðandi minnka þær. Fitan sem er leyst upp í meðferðinni losast svo út með eðlilegum hætti í gegnum sogæðakerfi líkamanns. En til að hraða því ferli er mælt með 20 mínútna brennslu æfingu eftir meðferð.
Laser Lipo meðferðin sjálf virkar þannig að kaldar laser blöðkur opna fitufrumurnar, bræða fituna í fljótandi form sem lekur svo úr fitufrumunum.
Þá með réttum aðferðum fyrir og eftir meðferð næst að losa fituna sem brædd var úr fitufrumunni hratt og vel út úr líkamanum með sogæðakerfinu og eftir stendur lítil og vel tæmd fitufruma.
Minni fitufruma = Minna ummál.
Meðferðin er örugg, sársaukalaus og án allra inngripa.
Hvað er meðferðin löng?
Tíminn er 20 mínútur
Hvað er mælt með mörgum tímum?
Fyrir hámarks árangur er mælt með tveimur meðferðum í viku, í 8 vikur á hvert svæði sem vinna á með. Ef vinna á með mörg svæði er mælt með að hvert svæði sé klárað s.s. 8 skipti 2x í viku áður en byrjað er á því næsta til að hámarka árangur. Sumir þurfa meira og aðrir minna. Ef meðferðunum er dreift á of mörg svæði yfir lengri tíma er hætt við að tilskyldur árangur náist ekki.
Má ég fara á hverjum degi?
Það þurfa að líða amk 72 tímar á milli meðferða því það skiptir ekki máli hve mikið þú bræðir af fitu úr fitufrumunum ef þú nærð svo ekki að losa það sem brætt var út með sogæðakerfinu. Þú þarft því að gefa líkamanum tíma til að losa fituna sem brædd var út fyrir næstu meðferð og fitufrumunum að jafna sig á milli.
Hvaða árangri má ég búast við með Laser Lipo meðferðinni?
Þú ert að minnka ummálið þitt á svæðinu sem meðhöndlað er eftir hverja meðferð. Árangurinn getur verið allt að 3-20 cm minnkun á svæðinu sem meðhöndlað er eftir meðferðina, sérstaklega ef farið er eftir leiðbeiningum fyrir og eftir meðferð. Árangurinn sem næst er því einnig mikið undir þér komin. Ef ekki er farið eftir leiðbeiningunum er hætt við að fitan sem brædd var fari að hluta til aftur inní fitufrumuna sem helst opin í um tvo sólarhringa eftir meðferð.
Hvað get ég gert til að hámarka árangurinn í hverri meðferð í Laser Lipo?
Er mælt með Laser Lipo fyrir karlmenn?
Laser Lipo meðferðin virkar jafnvel á karlmenn sem og konur. Karlmenn eru sérstaklega að koma í meðferð á höku, brjóstum og maga.
Eru einhverjir sem ættu ekki að fara í Laser Lipo?
Þeir sem eru með lifrar eða nýrna sjúkdóma eða krabbamein ættu ekki að fara í þessa meðferð. Auk þess sem að ófrískar konur og konur með börn á brjósti er ráðlagt frá því.
Keyptu þér tíma í Totally Laser Lipo hér
Hér geturðu séð myndband um hvernig meðferðin virkar: