nóvember 02, 2018

Fitform Professional er mjög öflugt blöðku tæki eða svokölluð rafleiðnimeðferð sem skilað hefur frábærum árangri. Fitform Professional er með djúpa rafleiðni sem vinnur því sérstaklega í vöðvastyrkingu og á dýpri fitulögum.

Fitform Professional hjálpar til við að tóna og styrkja vöðva, örvar blóðflæði, minnkar bólgur og bjúg, eykur brennslu og minnkar ummál.


Fyrir hvern er Fitform Professional?

Fitform Professional hentar sérstaklega vel til að stinna, styrkja og móta vöðva. Meðferðin hefur reynst vel við að byggja upp magavöðva, lærvöðva og rassvöðva. Fitform hentar einnig mjög vel til uppbyggingar fyrir fólk sem getur ekki stundað hefðbundna líkamsrækt, konum eftir barnsburð og fólki með bólgusjúkdóma.

Hvað er meðferðin löng?

Tíminn er 30 mínútur

Hvað er mælt með mörgum tímum?

Bestur árangur næst með því að koma 2-3 sinnum í viku í einum rykk í nokkrar vikur. Að auki eru margir sem kjósa að koma í tvöfaldan tíma til að hámarka árangur.

Má ég fara á hverjum degi?

Já það er ekkert sem bannar það, en þá mælum við með því að álagi sé dreift og að ekki séu tekin fyrir sömu svæði tvo daga í röð.

Er mælt með Fitform fyrir karlmenn?

Fitform meðferðin virkar jafnvel á karlmenn sem og konur. Karlmenn eru sérstaklega að koma í meðferð á brjóstum, maga og hliðum.

Hvað kostar meðferðin?

Stakur tími er á 4.500 kr en þú getur einnig keypt þér kort og þá færðu tímann á betra verði.

Verslaðu þér Fitform Professional meðferðina hérAlso in MEÐFERÐIR OG PAKKAR

MYSTIC TAN
MYSTIC TAN

nóvember 02, 2018

Við bjóðum uppá Mystic Tan Brúnkumeðferð sem fram fer í sjálfvirkum brúnkuklefa og er þekktur fyrir að gefa einstaklega fallegan og jafnan lit.

Lesa meira
LED HÚÐMEÐFERÐ
LED HÚÐMEÐFERÐ

nóvember 02, 2018

Laus húð og slit eru oft á tíðum erfið viðureignar eftir t.d. barnsburð eða þegar fólk hefur grennst mikið þar kemur LED húðmeðferðin til sögunnar.

Lesa meira
TOTALLY LASER LIPO
TOTALLY LASER LIPO

nóvember 02, 2018

Laser Lipo er nýjasta meðferðin sem hjálpar fitufrumunni að losa út fitu með laser. Í meðferðinni eru notaðar laser blöðkur sem leysa upp fitu í fitufrumunum án allra óþæginda
Lesa meira

SKRÁÐU ÞIG