Nánari lýsing
SILK LIPOMASSAGE – Heildræn meðferð fyrir líkama og sál
Silk Lipomassage (Silklight) er djúpvirk bandvefslosunar- og sogæðameðferð. Hún er ein af okkar vinsælustu meðferðum frá upphafi – og það er engin tilviljun.
Meðferðin er einstaklega áhrifarík þegar kemur að því að örva sogæðakerfið, auka blóðflæði, losa um bólgur og bjúg og styðja þannig við náttúrulega hreinsun líkamans. Hún hefur djúp og margvísleg áhrif – ekki aðeins á útlit, heldur líka á heilsu, vellíðan og verkjastjórnun.
💚 Fjölmargir viðskiptavinir okkar finna fyrir:
-
Betri svefni
-
Minni verkjum
-
Meiri orku
-
Léttara hugarástandi
-
Minkun á vöðvabólgu
-
Minni bjúg
-
Bættri vellíðan almennt
Af hverju að velja SILK?
Það sem gerir SILK einstaka er hvernig hún vinnur á nokkrum lykilkerfum líkamans samtímis, í stað þess að einblína á einn þátt.
SILK Lipomassage:
✔ Örvar sogæðakerfið
Styður við náttúrulega hreinsun líkamans, minnkar bólgur og eiturefnaálag og styrkir ónæmiskerfið.
✔ Losar um bandvefi
Bandvefur sem er óheilbrigður og stífur getur þrýst á taugar og valdið verkjum, stirðleika og minna blóðflæði. Silk meðferðin mýkir bandvefinn og bætir með því flæði og jafnvægi í líkamanum.
✔ Bætir andlega líðan
Bandvefur umlykur einnig hluta heilans og tengist beint við taugakerfið. Þegar bandvefur verður heilbrigðari, nær líkaminn að framleiða serótónín og endorfín óhindrað á eðlilegan máta – sem stuðlar að betri svefni, aukinni orku og bættri andlegri líðan.
SILK er fyrir þig ef þú...
-
Glímir við gigt, vefjagigt eða langvarandi verki.
-
Þjáist af stífleika, bjúg, bólgum eða vöðvaspennu.
-
Vilt draga úr appelsínuhúð og bæta húðáferð.
-
Langar að móta líkamann á náttúrulegan hátt og auka grunnbrennslu.
- Vilt bæta vellíðan, heilsu og efnaskipti almennt.
💬 Hvað segja viðskiptavinirnir okkar?
Kolbrún Róbertsdóttir jógakennari og fastakúnni hjá okkur frá upphafi með vefjagigt (viðtal við hana má lesa hér)
„Verkjalaus til margra ára… Það að klippa á vítahringinn breytti öllu. Það er eins og allt hreinsunarkerfið fari í gang… hamingjuhormónin taki völdin! Hver meðferð jafnast á við 10 nuddtíma". - Kolbrún Róbertsdóttir.
Ólöf Aðalsteinsdóttir fastakúnni hjá okkur frá upphafi með liðagigt (viðtal við hana má lesa hér)
,,Ég bara get ekki hugsað mér að sleppa þessu. Ég fer núna á u.þ.b. þriggja vikna fresti í silkið og á mér einn uppáhalds meðferðaraðila þar sem þekkir mig orðið svo vel. Ég vel frekar að leyfa mér þetta heldur en til dæmis að fara til útlanda. Þetta bara skiptir mig það miklu máli.“ - Ólöf Aðalsteinsdóttir.
📆 Hversu reglulega er mælt með að koma?
Verkjastilling og bólguminnkun
Við mælum yfirleitt með að fólk komi í tíu skipti sem tekin eru vikulega til að byrja með, til að ná tökum á bólgum og verkjum. Þetta er grunnurinn sem þarf til að koma líkamanum í betra jafnvægi og ná niður einkennum. Svo þegar þú finnur að jafnvægi er komið á og einkenni farin niður tekur við viðhaldsprógramm, og þá finna flestir út sjálfir hversu oft þeir þurfa að koma – sumir koma á mánaðar fresti, aðrir á þriggja vikna fresti. Það er mjög einstaklingsbundið.
Líkamsmótun og appelsínuhúð
Við mælum oft með því að Silk sé tekin vikulega samhliða öðrum líkamsmótunar meðferðum til að vinna á appelsínuhúð, bæta efnaskiptin og auka almennt árangur. Þá er tekin ein silk meðferð vikulega á meðan á meðferðarprógrammi stendur. Viðhaldstímar til að halda appelsínuhúð í skefjum eru gjarnan teknir á 4 vikna fresti.
Hvernig fer meðferðin fram?
-
Meðferðin tekur um 40 mínútur og ertu klædd/ur í sérstakan Silk galla sem við útvegum fyrir meðferðina.
-
Silk notast við neikvæðan þrýsting með tveimur stærðum af sérhönnuðum silk meðferðarhausum sem vinna djúpt í sogæðum, vöðvum og bandvefjum.
-
Byrjað er á lægri stillingum í fyrstu tímunum og er styrkurinn aukinn smám saman eftir því sem viðkomandi treystir sér til.
-
Tíminn endar á dásamlegu baktríti sem má segja að séu einskonar verðlaun eftir öfluga líkamlega vinnu.
🔍 FDA-vottuð árangursrík meðferð gegn appelsínuhúð
Silk Lipomassage er lækningarmeðferð sem var fyrsta meðferðin sem hlaut FDA samþykki í Bandaríkjunum sem árangursrík meðferð við appelsínuhúð (cellulite).
Meðferðin byggir á klínískum rannsóknum og hefur sýnt mælanlegan árangur í að slétta húð, mýkja vefi og draga úr appelsínuhúð.
Silk:
- Sléttir yfirborð húðar.
- Mýkir vefi og eykur blóðflæði.
- Minnkar appelsínuhúð og misfellur.
- Skapar svokallaða „sokkabuxnaáferð“ á húð.
- Örvar grunnbrennslu og efnaskipti.
⏳ Hvenær fer ég að finna mun á mér?
Flestir finna strax fyrir jákvæðri breytingu eftir fyrstu skipti – betri svefn, minni vökvasöfnun og verkir, meira jafnvægi. En margir hafa vitnað um að ávinningurinn komi fram fyrir alvöru eftir 3–4 skipti. Fyrir markvisst meðferðarprógramm mælum við með amk 10 skiptum sem tekin eru vikulega.
Einstaklingsmiðuð nálgun og sérfræðiráðgjöf
Hjá The House of Beauty er þitt öryggi, þægindi og árangur í forgrunni. Við kappkostum að taka vel á móti þér og gerum meðferðaráætlun sem hentar þínum líkama og markmiðum.
Hvernig er fyrsta skrefið ef mig langar að byrja í SILK meðferðarprógrami?
Ef þú vilt hefja Silk meðferðarprógram þá:
- Geturðu keypt þér tíma eða kort í meðferðina hvort sem er hér á vefversluninni eða hjá okkur á staðnum þegar þú kemur í fyrsta tímann þinn.
- Þú bókar þig svo í Silk hér:
- 🔗Bóka tíma í Silk
- Þú bókar þig að auki í uppsetningu á prógramminu þínu hér:
- 🔗 Bóka uppsetningu á meðferðarprógrami
ATH Ef þú ert að koma til okkar í fyrsta skipti og ert ákveðin/n í að hefja meðferðarprógramm, þá mælum við eindregið með að þú bókir:
🔗 Uppsetningu á meðferðarprógrami
– með fyrsta Silk tímanum þínum (t.d. fyrir eða beint á eftir fyrsta tímanum) til að við getum byrjað með markvissum hætti, með því að fara vel yfir heilsufar, setja upp prógramið þitt og bóka þig í tímana þína.
Ef þú vilt athuga hvort SILK meðferðin henti þér, þá mælum við með því að þú byrjir á því að bóka þig í ráðgjöf:
🔗 Almenna ráðgjöf hér– þar sem farið er yfir heilsufar og meðferðarmöguleika ásamt því að prógrammið þitt er sett upp og tímarnir bókaðir, ef þú ákveður að slá til.
🔗 Heildræna heilsuráðgjöf hér – þar sem farið er dýpra yfir heilsufarið þitt og sett upp sérsniðin meðferðaráætlun fyrir þig.
Í heilsuráðgjöf færðu líka leiðsögn um lífsstíl, næringu og aðra þætti sem haldast allir í hendur við að bæta heilsu, auka orku og minnka bólgur og verki.
Með það að markmiði að þú öðlist heilbrigt líf án verkja.
💳 Greiðslumöguleikar
Við bjóðum upp á fjölbreytta greiðslumöguleika, bæði í vefverslun og hjá okkur á stofunni:
-
Kortagreiðslur (debet & kredit)
-
Raðgreiðslur á kreditkort
-
Kortalaus lán í gegnum Netgíró og Pei
Silk Lipomassage er fyrsta skrefið þitt í átt að bættri heilsu, minni verkjum og aukinni vellíðan.
Við hlökkum til að taka á móti þér!
The House of Beauty teymið 🤍
ATH! Vegna mikillar eftirspurnar getur verið bið í ákveðnar meðferðir og því hvetjum við ykkur til að bóka meðferðir og meðferðarpakkana með góðum fyrirvara.